Í dag (12-Október-2022) klukkan 14:18 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 í Krýsuvík-Trölladyngja. Í kjölfarið komu fram minni jarðskjálftar. Þessi jarðskjálftavirkni virðist eiga sér stað vegna þenslu í eldstöðinni Fagradalsfjall og það bendir sterklega til þess að þenslan í Fagradalsfjalli sé að ná brotamörkum á ný. Það er ekki von á eldgosi frá eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja.
Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að mjög líklega sé sterkari jarðskjálftavirkni á leiðinni. Það er samt ekki hægt að segja til um það hvenær slík jarðskjálftavirkni mundi hefjast. Þetta hefur verið munstrið síðustu mánuði. Jarðskjálftavirknin hefst með þessum og einn daginn þá hefst mjög stór jarðskjálftahrina á þessu svæði. Hvað gerist núna er að bíða og sjá til hvað gerist næst.