Jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag (16-Október-2022) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn þegar þessi grein er skrifuð er með stærðina Mw3,8 en síðan hafa komið tveir jarðskjálftar með stærðina Mw3,0. Ég veit ekki hvort að stærsti jarðskjálftinn fannst í byggð.

Tvær grænar stjörnur í öskju eldstöðvarinnar Kötlu ásamt rauðum punktum sem sýna minni jarðskjálfta. Þetta er ofan á Mýrdalsjökli
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar ég skrifa þessa grein og staðan gæti breyst mjög hratt og án nokkurs fyrirvara. Þetta gæti verið venjuleg jarðskjálftahrina og ekkert meira gæti gerst. Þessi gerð af jarðskjálftahrinum er mjög algeng í Kötlu og því veit ég ekki hvað þarf að gerast áður en eldgos hefst í Kötlu.