Fólki sagt að forðast að fara upp að Mýrdalsjökli

Lögreglan beinir því til fólks að fara ekki upp að Mýrdalsfjökli og lögreglan hefur einnig bannað tímabundið ferðir í jökulhella sem koma frá Mýrdalsjökli. Þetta er gert í kjölfarið á jarðskjálftahrinunni sem hófst fyrr í dag í eldstöðinni Kötlu. Samkvæmt Veðurstofu Íslands, þá er þessi jarðskjálftahrina mjög svipuð þeirri og varð í Júlí 2011 þegar lítið eldgos varð í Kötlu en það koma af stað jökulflóði sem tók af brú sem er yfir Múlakvísl.

Tvær grænar stjörnur í austari hluta Kötlu öskjunnar í Mýrdalsjökli. Ásamt nokkrum rauðum punktum sem eru á sama stað sem tákna minni jarðskjálfta
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í Júlí 2011, þá leið um sólarhringur frá því að jarðskjálftavirkni hófst og þangað til að lítið eldgos hófst í Kötlu með tilheyrandi jökulflóði. Ég veit ekki hvort að það mun gerast núna. Það er áhyggjuefni að þessi jarðskjálftavirkni skuli vera mjög svipuð og það sem gerðist í Júlí 2011. Eldgosið í Júlí 2011 var lítið og komst ekki upp úr Mýrdalsjökli.

Stærðir jarðskjálfta sem hafa orðið hingað til eru með stærðina Mw3,8 og síðan jarðskjálftar með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar hafa verið minni að stærð en það getur breyst án viðvörunnar.