Veðurstofan bætir við jarðskjálftamælum á Snæfellsnesi

Í gær (02-Október-2020) þá tilkynnti Veðurstofan á Facebook síðu Veðurstofunnar að það hefðu verið settir upp þrír jarðskjálftamælar á Snæfellsnesi. Það þýðir að á jarðskjálftakorti Veðurstofunnar þá munu núna koma fram jarðskjálftar á Snæfellsnesi, Vestfjöðrum og öðrum nálægum svæðum þar sem ekki hefur verið mikil næmni fyrir jarðskjálftum þangað til í þessari viku. Bæði á landi og úti í sjó. Þetta eru bara þrír jarðskjálftamælar sem þýðir að einhverjar staðsetningar verða frekar lélegar á litlum jarðskjálftum. Þetta þýðir að núna er Snæfellsnesið vaktað allan sólarhringinn í fyrsta skipti síðan jarðskjálftamælingar hófust á Íslandi. Ég veit ekki hvar þessir jarðskjálftamælar eru þar sem þeir eru ekki á óróakorti Veðurstofunnar.

Nýju jarðskjálftamælanir munu sýna jarðskjálfta frá þessum eldstöðvum á Snæfellsnesi ef einhverjir jarðskjálftar verða þar.

Snæfellsjökull
Ljósufjöll
Helgrindur