Kröftug jarðskjálftahrina á Flatey – Húsavíkur misgenginu snemma í morgun

Í morgun (06-Október-2020) varð kröftug jarðskjálftahrina á Flatey – Húsvíkur misgingengu með sjö jarðskjálftum sem voru stærri en Mw3,0 í jarðskjálftahrinunni. Stærsti jarðskjálftinn í jarðskjálftahrinunni var með stærðina Mw4,1 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Í kringum 300 jarðskjálftar hafa komið fram þegar.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir fundist en ekkert tjón var tilkynnt vegna þessara jarðskjálfta. Það er möguleiki á að þessi jarðskjálftahrina sé ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Það er ennþá mjög mikil hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw6,0 til Mw7,0 á þessu svæði og annarstaðar á Tjörnesbrotabeltinu vegna þessi hversu flókin misgengi eru á þessu svæði.