Vegagerðin sendi frá sér þá frétt í dag að það hefði fundist nýtt jarðhitasvæði við Hveradalabrekku í Þjóðvegi 1 sem liggur um þetta svæði. Það er hægt að lesa nánar um þetta í frétt Vegagerðarinnar hérna fyrir neðan. Hitinn neðst í veginum er núna um 86 gráður. Þetta svæði gæti hitnað meira á næstu mánuðum.
Það sem gerist næst er að sjá hvernig þetta er að þróast en samkvæmt fréttinni. Þá er líklegt að þessi jarðhiti hafi verið að koma fram hægt og rólega á undanförnum mánuðum. Það hefur verið einhver jarðskjálftavirkni á þessu svæði en þann 9. Maí 2023, þá varð þarna jarðskjálfti með stærðina Mw1,1 og á 4 km dýpi. Á 130 daga tímabili hefur ekki verið óvenju mikið um jarðskjálfta á þessu svæði miðað við Henglinn og Reykjanesskaga almennt. Þetta svæði svæði á þjóðveg 1 mun líklega halda áfram að hitna á næstu mánuðum.
Frétt Vegagerðarinnar
Jarðhitavirkni undir Hringvegi (vegagerdin.is)
Nýjar upplýsingar
Það er komin ný frétt á Rúv um þetta og sýnir svæðið mjög vel. Þetta er nýtt svæði þar sem gróður er farinn að deyja á þessu svæði eins og kemur fram í fréttinni.
Allt að 100 gráðu hiti mælist við veginn (Rúv.is)
Vefmyndavél
Það er hægt að skoða og fylgjast með svæðinu á vefmyndavél Veðurstofunnar hérna.
Grein uppfærð þann 12. Maí 2023 klukkan 20:49.
Grein uppfærð þann 14. Maí 2023 klukkan 13:03.