Í dag (11. Maí 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Þórðarhyrnu. Þetta er lítil jarðskjálftahrina en dýpi og stærð þessara jarðskjálfta bendir til þess að þarna sé kvikuinnskot á þessum stað.
Þórðarhyrna er hluti af sprungukerfi Grímsfjalls, það tengist Lakagígum. Síðasta eldgos í Þórðarhyrnu var árið 1902 og stóð til ársins 1904. Það eldgos náði stærðinni VEI=4 samkvæmt Global Volcanism Program sem er hægt að lesa hérna (á ensku).