Jarðskjálfti í Þórðarhyrnu

Í dag (29. Júní 2023) klukkan 07:48 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í eldstöðinni Þórðarhyrnu. Þetta var bara stakur jarðskjálfti og síðan kom jarðskjálfti með stærðina Mw1,3 klukkan 08:17 og síðan þá hefur ekkert meira gerst. Þórðarhyrna er eldstöð sem er innan sprungukerfis eldstöðvarinnar Grímsfjalls en er samt sjálfstæð eldstöð þar. Stundum verða eldgos í Þórðarhyrnu og Grímsfjalli á sama tíma.

Græn stjarna í suður hluta Þórðarhyrnu og það er ekkert mikið meira á kortinu. Tími á korti er 29. Jún, 23, klukkan er 13:20 á kortinu.
Jarðskjálftavirkni í Þórðarhyrnu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos í Þórðarhyrnu varð milli áranna 1890 til 1900. Ég er ekki viss um hvaða ár, þar sem eldgos sem urðu í Grimsfjalli voru oft sett að þau hefðu orðið í Þórðarhyrnu og siðan gerðist það einnig að eldgos í Þórðarhyrnu voru álitin í Grímsfjalli. Síðasta eldgos varð því frá 120 til 140 árum síðan.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Þórðarhyrnu

Í dag (11. Maí 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Þórðarhyrnu. Þetta er lítil jarðskjálftahrina en dýpi og stærð þessara jarðskjálfta bendir til þess að þarna sé kvikuinnskot á þessum stað.

Jarðskjálftavirkni suð-vestur í Vatnajökli í Þórðarhyrnu sem er suður af Grímsfjalli. Þarna eru appelsínugulir punktar og rauður punktur. Tíminn á kortinu er 11. Maí. 23. 13:10.
Jarðskjálftavirkni í Þórðarhyrnu suður-vestur af Grímsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þórðarhyrna er hluti af sprungukerfi Grímsfjalls, það tengist Lakagígum. Síðasta eldgos í Þórðarhyrnu var árið 1902 og stóð til ársins 1904. Það eldgos náði stærðinni VEI=4 samkvæmt Global Volcanism Program sem er hægt að lesa hérna (á ensku).

Jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum og Þórðarhyrnu

Afsakið grein sem kemur seint. Ég hef verið í öðrum verkefnum sem snúa að því að taka myndir og setja inn á Instagram aðganginn hjá mér sem er hægt að skoða hérna.

Tvær jarðskjálftahrinur hafa komið fram sem ég er að hafa augun með. Þessi jarðskjálftavirkni er í Grímsvötnum og Þórðarhyrnu. Síðasta eldgos sem varð í Þórðarhyrnu var árið 1902 og á sama tíma gaus í Grímsvötnum. Síðustu mánuði hefur verið aukning í jarðskjálftum í Þórðarhyrnu og einnig í Grímsvötnum á sama tíma. Þetta er ekki alveg samstíga aukning en fer mjög nærri því þegar þessi grein er skrifuð. Síðast gaus Þórðarhyrna ein og sér árið 1887 (15 Ágúst) til 1889 (?).


Jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum og Þórðarhyrnu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það verður meiriháttar vandamál ef að eldgos verður í Þórðarhyrnu þar sem eldstöðin er öll undir jökli og það mundi valda miklum jökulflóðum. Jökulinn á þessu svæði er 200 metra þykkur og líklega þykkari en það á svæðum. Í Grímsvötnum er hættan sú að það fari að gjósa utan öskjunnar sem mundi valda jökulflóðum og öðrum alvarlegum vandamálum.

Styrkir

Ég minni fólk að styrkja mínu vinnu með styrkjum. Það hjálpar mér að vera með þessa vefsíðu og skrifa greinar hérna. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Jarðskjálftavirkni í Þórðarhyrnu

Síðastliðna nótt (3-Desember-2018) varð jarðskjálftavirkni í Þórðarhyrnu (enginn GVP síða, undir Grímsvötn). Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,1 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,0.


Þórðarhyrna er suð-vestur af Grímsvötnum. Sést þar sem eru gulir jarðskjálftar merktir inn. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos í Þórðarhyrnu var árið 1902 Desember og var til 12 Janúar 1904. Það eldgos var með stærðina VEI=4 og á sama tíma gaus í Grímsvötnum.

Tveir sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Í dag (17-September-2017) klukkan 14:23 urðu tveir sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu. Stærðir þessara jarðskjálfta var 3,9. Þessir jarðskjálftar urðu á svæði í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu þar sem hefur verið jarðskjálftavirkni síðan í September-2015. Þessi jarðskjálftavirkni á sér stað vegna þenslu í Bárðarbungu.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðan í September-2015 hefur jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu verið að minnka hægt og rólega. Í dag verða jarðskjálftahrinur á 11 til 18 daga fresti eða svo. Það eru engin augljós merki um það eldgos sé yfirvofandi í Bárðarbungu.

Smá athugasemd vegna Þórðarhyrnu

Á kortinu hérna að ofan smá sjá smá jarðskjálfta í Þórðarhyrnu sem er eldstöð innan eldstöðvarkerfisins í Grímsvötnum. Í Þórðarhyrnu má sjá smá jarðskjálfta með stærðina 1,3. Síðasta eldgos í Þórðarhyrnu hófst í Desember 1902 og lauk því í þann 12 Janúar 1904. Það er ekki mikil jarðskjálftavirkni í Þórðarhyrnu og það bendir til þess að eldgos geti hafist í eldstöðinni án mikils fyrirvara eða viðvörunnar. Eldgosið á undan 1902 eldgosinu átti sér stað árið 1887 til 1889 og það bendir til þess að eldgos í Þórðarhyrnu séu almennt mjög löng og valdi talsverðu tjóni vegna þess að þessi eldstöð er alveg þakin jökli. Ég set inn þessa athugasemd vegna þess að mig grunar að stutt sé í eldgos í Þórðarhyrnu og tel líklegt að eldstöðin muni gjósa innan nokkura ára.

Hugsanlegt kvikuinnskot í Þórðarhyrnu

Í kvöld (05.03.2017) varð hugsanlegt kvikuinnskot í Þórðarhyrnu (eldstöðin er undir Grímsvötnum hjá Global Volcanism Program). Þórðarhyrna er staðsett suð-vestur af Grímsvötnum og síðasta eldgos varð árið 1902 þegar eldstöðin gaus á sama tíma og Grímsvötn (stærð VEI=4), eldgosið þar á undan varð árið (Ágúst 25) 1887 og varði í rúmlega tvö ár (til ársins 1889).


Jarðskjálftavirknin í Þórðarhyrnu í kvöld (rauðu punktanir suð-vestur af Grímsvötnum). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,5 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,4 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Það er ekki hægt að segja til um það hvernig þetta mun þróast, þar sem ekki hefur orðið eldgos í Þórðarhyrnu síðan árið 1902. Það eina sem hægt er að gera að er að bíða og sjá hvernig þetta mun þróast í eldstöðinni.

Óróabreyting nærri Grímsfjalli

Það hefur orðið breyting á óróa á SIL stöðvum nærri Grímsvötnum. Þessi óróabreyting kemur fram á nokkrum SIL stöðvum næst Vatnajökli. Þessi órói er sterkastur á SIL stöðvunum Húsbónda og Jökulheimum. Það er hugsanlegt að orsök þessa óróa sé önnur en kvikhreyfing, sem dæmi jökulhlaup, hreyfing á jöklinum eða eitthvað annað. Þetta er ekki manngerður hávaði, þar sem þetta kemur fram á nokkrum SIL stöðvum samtímis.

hus.05.09.2016.at.01.29.utc
Húsbóndi SIL stöð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

jok.05.09.2016.at.01.29.utc
Jökulheimar SIL stöð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina veit ég ekki hvað er að valda þessum óróa á þessum SIL stöðvum. Þetta er ekki veðrið þar sem veður er gott á Íslandi þessa stundina. Engin breyting er á SIL stöðinni í Grísmfjalli þannig að þetta er ekki í þeirri eldstöð. Þetta er hinsvegar innan sprungusveims Grímsfjalls en þar er einnig eldstöðin Þórðarhyrna sem síðast gaus árið 1902. Upplýsingar um eldgos í Þórðarhyrnu er að finna í eldgosasögu Grímsvatna.

Ef eitthvað gerist þá mun ég uppfæra þessa grein eða skrifa nýja.

Jarðskjálftar í Þórðarhyrnu, Bárðarbungu og Kverkfjöllum

Í dag (3-Júní-2014) hefur verið mikið um smáskjálfta í Þórðarhyrnu, Bárðarbungu og Kverkfjöllum. Þessi smáskjálftavirkni er eðlileg og það er ekkert sérstakt að fara að gerast í þessum eldfjöllum sýnist mér.

140603_1615
Jarðskjálftavirknin í Vatnajökli í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þórðarhyrna

Þórðarhyrna (engar upplýsingar um eldstöðina er að finna á internetinu. Hjá GVP er eldstöðin undir Grímsvötnum) hefur verið að hafa áhugaverða jarðskjálftavirkni undanfarna daga. Þessi jarðskjálftavirkni gæti hafa verið lengur í gangi án þess að nokkur yrði hennar var. Ástæðan fyrir því að þessi jarðskjálftavirkni er áhugaverð er sú staðreynd að þarna verða ekki oft jarðskjálftar. Síðasta eldgos í Þórðarhyrnu átti sér stað árið 1902 og var í tengslum við eldgos í Grímsfjalli, þar sem oft gýs á sama tíma í Þórðarhyrnu og Grímsfjalli.

Bárðarbunga

Minniháttar jarðskjálftavirkni hefur verið í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni hefur verið á svæði þar sem kvikuinnskot átti sér stað fyrir nokkru síðan. Eins og stendur er þetta bara minniháttar jarðskjálftavirkni sem ekki er þörf á að hafa áhyggjur af.

Kverkfjöll

Minniháttar jarðskjálftavirkni hefur átt sér stað í Kverkfjöllum núna í dag. Venjulega eru ekki jarðskjálftar í Kverkfjöllum, hinsvegar hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast undanfarna mánuði og er þessi jarðskjálftavirkni í dag hluti af því ferli. Það er hinsvegar ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara að hefjast í Kverkfjöllum eins og staðan er í dag. Í dag er allt rólegt þrátt og líklegt að það verði mjög rólegt í langan tíma í viðbót í Kverkfjöllum. Síðasta eldgos í Kverkfjöllum var árið 1968 samkvæmt GVP gögnum.

Styrkir: Ef fólk kaupir af Amazon í gegnum auglýsinganar hérna þá styrkir það mína vinnu. Ég fæ 5 til 10% af hverri seldri vöru í tekjur þegar fólk kaupir í gegnum auglýsinganar hérna. Þeir sem vilja styrkja mig beint er þá eru upplýsingar um hvernig er hægt að gera það að finna hérna. Takk fyrir stuðninginn.

Óróapúls í Þórðarhyrnu

Þann 21-Nóvember-2013 kom fram óróapúls í Þórðarhyrnu í Vatnajökli (tengt eldstöðinni í Grímsfjalli) og var tengdur jarðskjálftahrinu sem átti sér stað á sama tíma í eldstöðinni. Þessi óróapúls varði frá því klukkan 03:30 til klukkan 06:10. Jarðskjálftahrinan sem fylgdi þessum óróapúls var ekki stór, hvorki í fjölda jarðskjálfta eða í styrkleika þeirra. Stærsti jarðskjálftinn var aðeins með stærðina 1,9. Miðað við útslagið á nálægum SIL stöðvum þá var þetta ekki sterkur óróapúls sem kom fram í Þórðarhyrnu. Jarðskjálftahrinan í Þórðarhyrnu sýndi að eitthvað var að gerast í eldstöðinni og hafði ég mínar grunsemdir um að þarna væri óróapúls að eiga sér stað þann 21-Nóvember. Þó svo að ég hafi ekki fengið það staðfest fyrr en í dag. Líklega var þessi óróapúls tengdur kvikuinnskoti í eldstöðina á miklu dýpi, en það hefur ekki ennþá fengist staðfest með mælingum.

hus.oroi.svd.27-November-2013
Óróapúlsinn á Húsbóndi SIL stöðinni. Óróapúlsinn sést þar sem dagsetningin 21-Nóvember er og sker sig úr bakgrunnshávaðanum á óróaplottinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

grf.oroi.svd.27-November-2013
Óróapúlsinn á Grímsfjalli SIL stöðinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

jok.oroi.svd.27-November-2013
Óróapúlsinn á Jökulheimum SIL stöðinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á því að þarna verði ekki eldgos í kjölfarið á þessari virkni, en miðað við sögu þessa svæðis og eldgossins í Grímsfjalli árið 2011, þá þykir mér hinsvegar ljóst að þarna verði eldgos í næstu framtíð. Það er þó ómögulegt að segja nákvæmlega til um það hvenær slíkt eldgos muni eiga sér stað. Síðasta þekkta eldgos sem átti sér stað í Þórðarhyrnu var árið 1902 og fylgdi þá í kjölfarið á eldgosi í Grímsfjalli sama ár. Það er ekki vitað til þess að síðari tíma eldgos hafi átt sér stað í Þórðarhyrnu.

Bloggfærsla uppfærð klukkan 15:00.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Þórðarhyrnu

Í dag (21-Nóvember-2013) átti sér stað minniháttar jarðskjálftahrina í Þórðarhyrnu sem er eldstöð í Vatnajökli. Allir jarðskjálftanir voru mjög litlir, stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,9. Dýpi þessar jarðskjálftahrinu var frá 6,0 til 0,1 km. Líklega koma svona litlir jarðskjálftar betur fram á þessu svæði núna í dag vegna fjölgunar á SIL stöðvum á þessu svæði. Það þýðir meiri næmni og þá mælast minni jarðskjálftar að auki.

131121_2035
Jarðskjálftanir í Þórðarhyrnu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um það hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir. Eins og staðan er í dag þá er þetta of lítil jarðskjálftavirkni svo að ég geti sagt til um hvað er að gerast þarna. Verði aukning á jarðskjálftum í Þórðarhyrnu þá þýðir það væntanlega að eitthvað sé að gerast í eldstöðinni. Síðasta eldgos í Þórðarhyrnu átti sér líklega stað árið 1910 og var þá hugsanlega tengt eldgosum eða annari virkni í Grímsfjöllum. Eins og stendur er vonlaust að átta sig því hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir. Hinsvegar ef þessi jarðskjálftavirkni fer að aukast frá því sem nú er, þá er augljóslega eitthvað að gerast í eldstöðinni. Eins og stendur er líklega ekkert að gerast í Þórðarhyrnu.