Í dag (29. Júní 2023) klukkan 07:48 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í eldstöðinni Þórðarhyrnu. Þetta var bara stakur jarðskjálfti og síðan kom jarðskjálfti með stærðina Mw1,3 klukkan 08:17 og síðan þá hefur ekkert meira gerst. Þórðarhyrna er eldstöð sem er innan sprungukerfis eldstöðvarinnar Grímsfjalls en er samt sjálfstæð eldstöð þar. Stundum verða eldgos í Þórðarhyrnu og Grímsfjalli á sama tíma.
Síðasta eldgos í Þórðarhyrnu varð milli áranna 1890 til 1900. Ég er ekki viss um hvaða ár, þar sem eldgos sem urðu í Grimsfjalli voru oft sett að þau hefðu orðið í Þórðarhyrnu og siðan gerðist það einnig að eldgos í Þórðarhyrnu voru álitin í Grímsfjalli. Síðasta eldgos varð því frá 120 til 140 árum síðan.