Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja (Kleifarvatn)

Í dag (28. Júní 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja í Kleifarvatni. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,2 klukkan 09:21 og fannst í Reykjavík og nálægum svæðum.

Græn stjarna og rauðir punktar í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Auk þess sjást rauðir punktar í eldstöðinni Fagradalsfjalli sem er vestan við Krýsuvík-Trölladyngju. Tími á korti er 28. Júní, 23, 13:10.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mjög óljóst hvað er að gerast þarna núna. Líklegast útskýringin fyrir þessari jarðskjálftavirkni er þensla í eldstöðinni Fagradalsfjalli sem er vestan við eldstöðina Krýsuvík-Trölladyngja. Á þessari stundu þá tel ég það sé ólíklegt að það verði eldgos í Krýsuvík-Trölladyngju. Jarðskjálftahrinan virðist ennþá vera í gangi þegar þessi grein er skrifuð.