Jarðskjálftahrina í Hofsjökli

Í dag (28. Júní 2023) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Hofsjökli. Þegar þessi grein er skrifuð, þá virðist sem að jarðskjálftahrinunni í Hofsjökli sé lokið, ég er ekki alveg viss um að það sé raunin. Þetta var ekki mjög stór jarðskjálftahrina, enginn af þeim jarðskjálftum sem varð náði stærðinni Mw3,0. Allir þeir jarðskjálftar sem komu fram voru undir Mw3,0 að stærð.

Rauðir punktar í vestari hluta öskju Hofsjökuls sýnir jarðskjálftavirknina þar. Tími á korti er 28. Jún, 23, 09:30.
Jarðskjálftavirkni í Hofsjökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw2,6. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Ég er ekki viss um hvað er að gerast í Hofsjökli. Þar hefur ekki orðið neitt eldgos í 8000 til 12000 ár. Það er alveg möguleiki á því að ekki hafi gosið í Hofsjökli í meira en 12000 ár en hversu lengi það gæti verið eru upplýsingar sem ég hef ekki.