Jarðskjálftavirkni í Hofsjökli

Í gær (12. Ágúst 2023) varð lítil jarðskjálftahrina í Hofsjökli. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,0 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2.5. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Þetta svæði er mjög afskekkt og það hafa ekki komið fram neinar tilkynningar um að þessir jarðskjálftar hafi fundist.

Punktar í norður hluta Hofsjökuls sýnir jarðskjálftavirknina. Þessir punktar raðast upp í línu sem er norður suður. Það er einn punktur á barmi öskju Hofsjökuls. Hofsjökull er í miðjunni á þessu korti. Fyrir vestan er Langjökull og síðan suður-austur af Hofsjökli er Vatnajökull.
Jarðskjálftavirkni í Hofsjökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt frétt á Morgunblaðinu þá fannst gas lykt á svæðinu við Hofsjökul eftir jarðskjálftavirknina. Það er því hætta á að það sé gas í kringum Hofsjökul og þá sérstaklega nærri svæðum sem eru næst jarðskjálftahrinunni.

Ég er ekki með neinar aðrar upplýsingar um Hofsjökul. Þar sem síðasta eldgos í Hofsjökli varð fyrir meira en 12.000 árum síðan. Það hafa í mesta lagi verið lítil eldgos sem mynduðu hraun sem eru í kringum Hofsjökul á síðustu 12.000 árum. Ég reikna ekki með eldgosum núna en þessi jarðskjálftavirkni þýðir að einhver breyting hefur átt sér stað í Hofsjökli. Þessi breyting er líklega langtímabreyting en hversu langan tíma er um að ræða veit ég ekki. Þetta gæti verið frá næstu 100 til 500 árum eða jafnvel aldrei. Hofsjökull er á sínu eigin rekbelti sem er hægt og rólega að deyja út. Á þessu rekbelti eru bara eldstöðvanar Hofsjökull og Kerlingafjöll (?). Þetta rekbelti er um 5 til 10 milljón ára gamalt og er hægt deyjandi út.

Jarðskjálftahrina í Hofsjökli

Í dag (28. Júní 2023) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Hofsjökli. Þegar þessi grein er skrifuð, þá virðist sem að jarðskjálftahrinunni í Hofsjökli sé lokið, ég er ekki alveg viss um að það sé raunin. Þetta var ekki mjög stór jarðskjálftahrina, enginn af þeim jarðskjálftum sem varð náði stærðinni Mw3,0. Allir þeir jarðskjálftar sem komu fram voru undir Mw3,0 að stærð.

Rauðir punktar í vestari hluta öskju Hofsjökuls sýnir jarðskjálftavirknina þar. Tími á korti er 28. Jún, 23, 09:30.
Jarðskjálftavirkni í Hofsjökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw2,6. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Ég er ekki viss um hvað er að gerast í Hofsjökli. Þar hefur ekki orðið neitt eldgos í 8000 til 12000 ár. Það er alveg möguleiki á því að ekki hafi gosið í Hofsjökli í meira en 12000 ár en hversu lengi það gæti verið eru upplýsingar sem ég hef ekki.

Jarðskjálftavirkni í Hofsjökli

Í dag (20-Maí-2022) klukkan 15:24 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 í Hofsjökli. Tveir minni jarðskjálftar urðu á undan stærsta jarðskjálftanum.

Græn stjarna í öskjubarmi Hofsjökuli og þar sjást einnig minni jarðskjálftanir
Jarðskjálftavirkni í Höfsjökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að frekari jarðskjálftavirkni sé að fara að gerast í Hofsjökli í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Jarðskjálftar eru sjaldgæfir í Hofsjökli en verða á nokkura ára fresti. Það er einnig ekkert sem bendir til þess að eitthvað meira sé að fara að gerast í Hofsjökli.

Örlítil jarðskjálftavirkni í Hofsjökli

Þann 30 Mars-2017 varð lítil jarðskjálftavirkni í Hofsjökli. Þetta var mjög lítil jarðskjálftavirkni og var stærsti jarðskjálftinn eingöngu með stærðina 1,3 og á dýpinu 4,5 km. Jarðskjálftinn með mesta dýpið var með stærðina 1,0 á 10,1 km dýpi.


Jarðskjálftavirkni í Hofsjökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna ekki með neinni frekari virkni í Hofsjökli. Það er ekki vitað nákvæmlega hvenær síðasta eldgos varð í Hofsjökli en ekki hefur gosið þar síðustu 12.000 ár. Ég veit ekki hvað nýjust rannsóknir um eldgosavirkni í Hofsjökli segja um sögu þessa eldfjalls. Ég fann ekki neinar vísindagreinar um það hvenær síðasta eldgos í Hofsjökli hefði hugsanlega átt sér stað. Ég reikna ekki með neinni frekari virkni en það er alltaf möguleiki á því að það komi fram nokkrir jarðskjálftar í viðbót í Hofsjökli.

Nokkrir jarðskjálftar í Hofsjökli

Í dag (15-Október-2016) urðu nokkrir jarðskjálftar í Hofsjöki. Stærsti jarðskjálftinn var bara með stærðina 1,4. Jarðskjálfti með stærðina 2,3 varð austur af Hofsjökli en það er innan-fleka jarðskjálfti og tengist ekki neinni eldstöð.

161015_1340
Jarðskjálftarnir í Hofsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni í Hofsjökli virðist vera vegna spennubreytinga sem eru núna að eiga sér stað í Bárðarbungu vegna þenslunar sem þar er að koma fram núna. Þetta gerðist þó svo að Hofsjökull sé í sínu eigin rekbelti (sjá rannsókn um þetta á ensku hérna). Ég er ekki að reikna með eldgosi í Hofsjökli enda er ekki vitað hvenær eldstöðin gaus síðast. Það er hugsanlegt að frekari jarðskjálftar verði í Hofsjökli og nágrenni á næstu vikum vegna spennubreytinga í efri lögum jarðskorpunnar.

Jarðskjálftavirkni í Hofsjökli

Í dag (13-Júní-2014) urðu nokkrir jarðskjálftar í Hofsjökli. Stærsti jarðskjálftinn í þessari virkni hafði stærðina 2,8 og var með dýpið 5,1 km.

140613_1715
Jarðskjálftavirknin í Hofsjökli í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er ekki mikil í Hofsjökli en gerist engu að síður einstaka sinnum. Stundum er jarðskjálftavirkni einu sinni til tvisvar á ári í Hofsjökli, en það er engu að síður ekkert algengt. Það er allt rólegt í Hofsjökli núna og ég á ekki von á því að það muni breytast á næstunni.

Uppfært klukkan 17:24.

Uppfært klukkan 17:40.

Upptök jökulflóðsins frá Hofsjökli í ágúst fundin

Í Ágúst-2013 átti sér stað jökulflóð frá Hofsjökli. Hingað til hafa upptök þessa jökulflóðs ekki fundist. Upptök þessa jökulflóðs fundist hinsvegar á gervihnattamynd frá NASA/USGS í September-2013 og núna fyrir nokkrum dögum síðan voru upptök þessa jökulflóðs staðfest af vísindamönnum Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands. Upptök þessa jökulflóðs voru nýr sigketill í Hofsjökli, þessi sigketill er rúmlega 700 metra langur og 30 – 50 metra djúpur.

hofsjokull_24sept2013
Hofsjökull og ketillinn í jöklinum, staðsetning sigketilsins er ~64°49,5‘N; 18°52‘V. Mynd er frá NASA/USGS/Veðurstofu Íslands/Jarðfræðistofnun Háskóla Íslands.

Yfirborð jökulsins er mikið sprungið á þessu svæði samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Það er ekki vitað um ástæður þess að þarna myndaðist háhitasvæði í Hofsjökli. Ekki hafa komið fram nein merki þess að þarna hafi eldgos átt sér stað. Hvorki fyrir eða eftir jökulhlaupið úr Hofsjökli. Stærð sigketilsins er 106 m3 samkvæmt Veðurstofu Íslands eða um ein milljón rúmmetra. Óljóst er hvort að fleiri jökulflóð muni koma úr þessum sigketli í framtíðinni.

Tilkynning Veðurstofunnar

Hlaup úr Hofsjökli í ágúst 2013 (vedur.is)

Fréttir af þessu

Fundu sigketil á Hofsjökli (mbl.is)
Hlaup kom úr sigkatli í Hofsjökli (Rúv.is)

Minniháttar jökulflóð í Hofsjökli

Í gær (21-Ágúst-2013) hófst minniháttar jökulflóð í Hofsjökli. Þetta jökulflóð er mjög lítið og hefur ekki aukið vatnsrennsli í Jökulsá Vestri mikið samkvæmt fréttum. Mikil brennisteinsvetnis mengun fylgir þessu jökulflóði og hafa því Almannavarnir varað fólk (á Facebook) við að fara nálægt upptökum jökulárinnar á meðan þetta jökulflóð stendur yfir. Upptök þessa jökulflóðs í Hofsjökli er óþekkt eins og stendur, en líklega er háhitasvæði að tæma sig í Hofsjökli. Þó svo að þetta háhitasvæði sé kannski ekki endilega þekkt í dag.

Engin jarðskjálftavirkni hefur fylgt þessu jökulflóði og engar breytingar hafa orðið á Hofsjökli samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands, og ólíklegt er að muni breytast. Lítið er vitað um Hofsjökul sem eldstöð, nema að líkega hefur ekki gosið þarna í meira en 12.000 ár og engin eldgos hafa átt sér stað síðan Íslands byggðist fyrir rúmlega 1000 árum síðan.

Frétt af þessu jökulhlaupi

Kanna hvað er á seyði í Vestari Jökulsá (Rúv.is)
Lítið jökulhlaup í Hofsjökli (Rúv.is)
Hlaup í Vestari Jökulsá (mbl.is)

Hugsanlegt jökulflóð frá Hofsjökli

Það er ýmislegt sem bendir til þess að jökulhlaup hafi átt sér stað frá Hofsjökli í dag. Þetta jökulhlaup var lítið og jók ekki rennsli í Jökulá Vestri í Skagarfirði samkvæmt fréttum. Tilkynnt var um breytingar í Jökulá Vestri til Veðurstofunnar fyrr í dag. Möguleiki er á því að þessar breytingar í Jökulá Vestri eigi uppruna sinn í skriðuföllum, breytingum í jöklinum sjálfum eða jökulhlaupi undan Hofsjökli. Það er ekki vitað ennþá hvort er raunin á þessari stundu, engin jarðskjálftavirkni hefur átt sér stað í Hofsjökli í kjölfarið á þessu jökulhlaupi.

Lykt af brennistein hefur fylgt þessu jökulhlaupi og bendir það til þess að vatnið hafi komast í samband við háhitasvæði sem eru undir Hofsjökli, eða er jafnvel frá háhitasvæði í Hofsjökli. Engin jarðskjálftavirkni hefur fylgt þessu jökulhlaupi í Jökulá Vestri og allt er rólegt á jarðskjálftamælum.

Ef eitthvað meira gerist þá mun ég uppfæra þessa bloggfærslu eða skrifa nýja.

Fréttir af þessu jökulhlaupi úr Hofsjökli

Jökulsá Vestari óvenjuleg á litin (Rúv.is)
Brennisteinslykt við Goðdali (mbl.is)