Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Hofsjökli

Það varð jarðskjálftahrina í einni af stærstu eldstöðvum á Íslandi núna í kvöld þann 13. Desember 2024. Það er eldstöðin Hofsjökull. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,3 og á 8,8 km dýpi. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið hafa verið minni að stærð.

Græn stjarna í vestari hluta öskju Hofsjökuls og síðan eru þrír jarðskjálftar í norðari hluta eldstöðvarinnar. Tveir jarðskjálftar eru merktir með bláum punktum og síðan einn með gulum punkti.
Jarðskjálftahrinan í Hofsjökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið í bili. Það er þannig með jarðskjálftahrinur í Hofsjökli að þær stöðvast stundum en hefast síðan aftur á sama stað klukkutímum eða jafnvel nokkrum dögum seinna. Ég veit ekki hvort að það muni gerast núna.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.