Minniháttar jökulflóð í Hofsjökli

Í gær (21-Ágúst-2013) hófst minniháttar jökulflóð í Hofsjökli. Þetta jökulflóð er mjög lítið og hefur ekki aukið vatnsrennsli í Jökulsá Vestri mikið samkvæmt fréttum. Mikil brennisteinsvetnis mengun fylgir þessu jökulflóði og hafa því Almannavarnir varað fólk (á Facebook) við að fara nálægt upptökum jökulárinnar á meðan þetta jökulflóð stendur yfir. Upptök þessa jökulflóðs í Hofsjökli er óþekkt eins og stendur, en líklega er háhitasvæði að tæma sig í Hofsjökli. Þó svo að þetta háhitasvæði sé kannski ekki endilega þekkt í dag.

Engin jarðskjálftavirkni hefur fylgt þessu jökulflóði og engar breytingar hafa orðið á Hofsjökli samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands, og ólíklegt er að muni breytast. Lítið er vitað um Hofsjökul sem eldstöð, nema að líkega hefur ekki gosið þarna í meira en 12.000 ár og engin eldgos hafa átt sér stað síðan Íslands byggðist fyrir rúmlega 1000 árum síðan.

Frétt af þessu jökulhlaupi

Kanna hvað er á seyði í Vestari Jökulsá (Rúv.is)
Lítið jökulhlaup í Hofsjökli (Rúv.is)
Hlaup í Vestari Jökulsá (mbl.is)