Það er ýmislegt sem bendir til þess að jökulhlaup hafi átt sér stað frá Hofsjökli í dag. Þetta jökulhlaup var lítið og jók ekki rennsli í Jökulá Vestri í Skagarfirði samkvæmt fréttum. Tilkynnt var um breytingar í Jökulá Vestri til Veðurstofunnar fyrr í dag. Möguleiki er á því að þessar breytingar í Jökulá Vestri eigi uppruna sinn í skriðuföllum, breytingum í jöklinum sjálfum eða jökulhlaupi undan Hofsjökli. Það er ekki vitað ennþá hvort er raunin á þessari stundu, engin jarðskjálftavirkni hefur átt sér stað í Hofsjökli í kjölfarið á þessu jökulhlaupi.
Lykt af brennistein hefur fylgt þessu jökulhlaupi og bendir það til þess að vatnið hafi komast í samband við háhitasvæði sem eru undir Hofsjökli, eða er jafnvel frá háhitasvæði í Hofsjökli. Engin jarðskjálftavirkni hefur fylgt þessu jökulhlaupi í Jökulá Vestri og allt er rólegt á jarðskjálftamælum.
Ef eitthvað meira gerist þá mun ég uppfæra þessa bloggfærslu eða skrifa nýja.
Fréttir af þessu jökulhlaupi úr Hofsjökli
Jökulsá Vestari óvenjuleg á litin (Rúv.is)
Brennisteinslykt við Goðdali (mbl.is)