Nokkrir jarðskjálftar í Hofsjökli

Í dag (15-Október-2016) urðu nokkrir jarðskjálftar í Hofsjöki. Stærsti jarðskjálftinn var bara með stærðina 1,4. Jarðskjálfti með stærðina 2,3 varð austur af Hofsjökli en það er innan-fleka jarðskjálfti og tengist ekki neinni eldstöð.

161015_1340
Jarðskjálftarnir í Hofsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni í Hofsjökli virðist vera vegna spennubreytinga sem eru núna að eiga sér stað í Bárðarbungu vegna þenslunar sem þar er að koma fram núna. Þetta gerðist þó svo að Hofsjökull sé í sínu eigin rekbelti (sjá rannsókn um þetta á ensku hérna). Ég er ekki að reikna með eldgosi í Hofsjökli enda er ekki vitað hvenær eldstöðin gaus síðast. Það er hugsanlegt að frekari jarðskjálftar verði í Hofsjökli og nágrenni á næstu vikum vegna spennubreytinga í efri lögum jarðskorpunnar.