Í morgun (15-Október-2016) varð lítil jarðskjálftahrina í Kötlu. Jarðskjálftahrinan varð í austari hluta öskjunnar. Þetta var mjög lítil jarðskjálftahrina og var stærsti jarðskjálftinn aðeins með stærðina 2,7.
Jarðskjálftahrinan í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftahrinan var mjög lítil, bæði í fjölda jarðskjálfta og í stærð þeirra jarðskjálfta sem áttu sér stað. Þar sem annar stærsti jarðskjálftinn var eingöngu með stærðina 2,3. Eftir að jarðskjálftahrinunni lauk komu fram örfáir stakir jarðskjálftar. Jarðskjálftahrinunni lauk klukkan 08:58 og eftir það hafa bara örfáir jarðskjálftar komið fram í Kötlu.