Jarðskjálftarhrina í Bárðarbungu

Í dag (15-Október-2016) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærstu jarðskjálftarnir höfðu stærðina 3,5. Í gær (14-Október-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 3,3 í Bárðarbungu.

161015_1245
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Aðrir jarðskjálftar sem urðu í þessari hrinu voru smærri. Þessi jarðskjálftahrina er áhugaverð fyrir það að hún virðist hafa komið af stað jarðskjálftum í nálægum eldstöðvum. Ég er ekki alveg viss afhverju þetta er að gerast. Það sem hefur hinsvegar verið staðfest er að Bárðarbunga er að þenjast út samkvæmt GPS mælingum og er núna að ýta upp jarðskorpunni sem féll niður í eldgosinu 2014 – 2015, sú hreyfing er að valda jarðskjálftum í Bárðarbungu núna.