Jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í eldstöðinni Kötlu

Í dag (27. Júní 2023) klukkan 07:42 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í eldstöðinni Kötlu. Þessi jarðskjálfti er hluti af jarðskjálftahrinu sem hafði byrjað í Kötlu nokkru áður. Það hefur ekki orðið nein breyting á óróanum í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni og það hefur aftur dregið úr jarðskjálftavirkni. Samkvæmt fréttum, þá fannst þessi jarðskjálfti í byggð.

Græn stjarna og rauðir punktar í eldstöðvaröskju eldstöðvarinnar Kötlu. Auk gulra og blárra punkta frá jarðskjálftavirkninni í gær. Tími á korti er 27. Júní. 23, 09:20.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að þessi jarðskjálftavirkni komi í bylgjum. Það eru þá tímabil með mikilli virkni og síðan tímabil með lítilli virkni. Þessi jarðskjálftavirkni er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.