Jarðskjálftavirkni jókst aftur í Kötlu

Í dag (26. Júní 2023) jókst jarðskjálftavirknin í Kötlu á ný í nokkra klukkutíma. Stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina Mw2,5 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Það hefur aftur dregið úr jarðskjálftavirkninni. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Appelsínugulir punktar og bláir punktar í eldstöðinni Kötlu. Þarna er talsvert um jarðskjálfta í öskju Kötlu. Tíminn á myndinni er 26. Jún. 23, 19:55.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá óljóst hvað er að gerast í Kötlu. Í dag urðu engar breytingar á óróa í kjölfarið á þessum jarðskjálftum í eldstöðinni. Það sýnir að kvika var ekki að hreyfast mikið í kjölfarið á þessum jarðskjálftum.