Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes

Í dag (26. Júní 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes. Jarðskjálftahrinan er á svæði þar sem hafa komið fram reglulegar jarðskjálftahrinur og bendir það til þess að þarna sé kvikuinnskot að koma inn í jarðskorpuna og þarna verður kannski eldgos í framtíðinni.

Rauðir punktar við Reykjanestá í eldstöðinni Reykjanes. Þeir eru ofan á hverjum öðrum. Þarna er einnig að sjá bláa, appelsínugula og og gula punkta í öðrum eldstöðvum á Reykjanesskaga. Tíminn á myndinni er 26. jún. 23. 16:05.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í dag og þegar þessi grein er skrifuð er með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram eru minni að stærð. Ég er ekki viss hvað það hafa komið fram margir jarðskjálftar fram þarna í dag. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.