Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu

Í dag (24. Júní 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,8 og Mw3,3. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram eru minni að stærð. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi en það hefur dregið úr henni síðan í morgun.

Tvær grænar stjörnur í öskju Kötlu auk minni jarðskjálfta sem þar hafa orðið og eru sýndir með bláum, appelsínugulum og rauðum punktum. Það er talsverð dreifð á þessum jarðskjálftum. Tími á korti er 24. Jún 23, 13:45.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina þá eru engin merki þess um að eldgos sé að fara að hefjast í Kötlu en það gæti breyst án viðvörunnar. Það gæti einnig gerst, eins og hefur gerst síðustu mánuði þegar svona jarðskjálftahrinur hafa komið fram að ekkert meira gerist þangað til að næsta jarðskjálftahrina verður. Það hefur verið það sem hefur verið að gerst undanfarna mánuði og ár í Kötlu.