Kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu

Í nótt, 30. Júní 2023 hófst kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Þegar þessi grein er skrifuð þá eru stærstu jarðskjálftarnir með stærðina Mw3,3 og Mw3,5 af þeim jarðskjálftum sem er búið að fara yfir.

Tvær grænar stjörnur í öskju eldstöðvarinnar Kötlu. Auk rauðra punkta sem eru í öskjunni og sýna minni jarðskjálfta.
Mjög mikil jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Eldgos er ekki hafið þessa stundina og óljóst hvort að svo verður. Ef að eldgos hefst, þá mun jarðskjálftavirknin í Kötlu halda áfram að aukast næstu klukkutímana. Þetta er þannig ástand að best er bara að fylgjast með þróun mála.