Nýjustu upplýsingar um virknina í Kötlu

Hérna eru nýjustu upplýsingar um virknina í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw4,4 en það voru samtals átta jarðskjálftar sem voru með stærðina yfir Mw3,0. Samkvæmt vef Veðurstofunnar þá hafa komið fram um 58 jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi, þó svo að ekki sé nein virkni þessa stundina í Kötlu.

Þessi jarðskjálftahrina fannst í Þórsmörk og var að valda svefnleysi þar.

Grænar stjörnur í öskju eldstöðvarinnar Kötlu. Ásamt gulum punktum sem sýna minni jarðskjálfta. Tími á korti er 30. Júní, 23, klukkan er 11:15.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt fréttum á mbl.is, þá er farin að koma fram aukin leiðni í Múlakvísl. Þessi aukning í leiðni virðist vera beintengt við jarðskjálftahrinuna sem er að eiga sér stað í Kötlu núna í nótt. Það er einnig hugsanlega meira vatn í Múlakvísl. Það er óljóst hvort að það er tengt, þar sem það hefur verið talsverð rigning síðustu daga sem hefur aukið vatnsmagn í ám. Það hefur ekki orðið nein breyting á óróa en það gæti breytst án viðvörunnar.

Fréttir af þessu

Rafleiðni fer stígandi í Múlakvísl eftir skjálfta (mbl.is)
Önnur skjálftahrina í Mýrdalsjökli (ruv.is)