Jarðskjálftar í Þórðarhyrnu, Bárðarbungu og Kverkfjöllum

Í dag (3-Júní-2014) hefur verið mikið um smáskjálfta í Þórðarhyrnu, Bárðarbungu og Kverkfjöllum. Þessi smáskjálftavirkni er eðlileg og það er ekkert sérstakt að fara að gerast í þessum eldfjöllum sýnist mér.

140603_1615
Jarðskjálftavirknin í Vatnajökli í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þórðarhyrna

Þórðarhyrna (engar upplýsingar um eldstöðina er að finna á internetinu. Hjá GVP er eldstöðin undir Grímsvötnum) hefur verið að hafa áhugaverða jarðskjálftavirkni undanfarna daga. Þessi jarðskjálftavirkni gæti hafa verið lengur í gangi án þess að nokkur yrði hennar var. Ástæðan fyrir því að þessi jarðskjálftavirkni er áhugaverð er sú staðreynd að þarna verða ekki oft jarðskjálftar. Síðasta eldgos í Þórðarhyrnu átti sér stað árið 1902 og var í tengslum við eldgos í Grímsfjalli, þar sem oft gýs á sama tíma í Þórðarhyrnu og Grímsfjalli.

Bárðarbunga

Minniháttar jarðskjálftavirkni hefur verið í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni hefur verið á svæði þar sem kvikuinnskot átti sér stað fyrir nokkru síðan. Eins og stendur er þetta bara minniháttar jarðskjálftavirkni sem ekki er þörf á að hafa áhyggjur af.

Kverkfjöll

Minniháttar jarðskjálftavirkni hefur átt sér stað í Kverkfjöllum núna í dag. Venjulega eru ekki jarðskjálftar í Kverkfjöllum, hinsvegar hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast undanfarna mánuði og er þessi jarðskjálftavirkni í dag hluti af því ferli. Það er hinsvegar ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara að hefjast í Kverkfjöllum eins og staðan er í dag. Í dag er allt rólegt þrátt og líklegt að það verði mjög rólegt í langan tíma í viðbót í Kverkfjöllum. Síðasta eldgos í Kverkfjöllum var árið 1968 samkvæmt GVP gögnum.

Styrkir: Ef fólk kaupir af Amazon í gegnum auglýsinganar hérna þá styrkir það mína vinnu. Ég fæ 5 til 10% af hverri seldri vöru í tekjur þegar fólk kaupir í gegnum auglýsinganar hérna. Þeir sem vilja styrkja mig beint er þá eru upplýsingar um hvernig er hægt að gera það að finna hérna. Takk fyrir stuðninginn.