Djúpir jarðskjálftar í Kötlu

Í gær (6-Júní-2014) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Þessi jarðskjálftahrina var með dýpið 24 til 28 km. Enginn af þeim jarðskjálftum sem hafa átt sér stað hafa farið yfir stærðina 2,0, stærsti jarðskjálftinn sem átti sér stað var með stærðina 1,5 í barmi öskjunnar.

140606_1945
Jarðskjálftahrinan í Kötlu í gær. Jarðskjálftahrinan átti sér stað í brún öskjunnar í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í dag (7-Júní-2014) hefur annað einkennilegt verið að koma fram í eldstöðinni Kötlu. Í dag hafa verið að koma fram jarðskjálftar rúmlega 10 km norð-austur af Vík í Mýrdal. Jarðskjálftarnir hafa verið mjög litlir og hefur dýpi þeirra verið frá 18,4 km og niður í 29,2 km dýpi. Þessi jarðskjálftavirkni er innan eldstöðvarinnar Kötlu, þó er hún alveg í jaðrinum á því sem telst vera eldstöðvarkerfi Kötlu.

140607_1420
Jarðskjálftarnir sem eru rúmlega 10 norð-austur af Vík í Mýrdal. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar jarðskjálftavirkni á sér stað á svona miklu dýpi þá er það ekki vegna spennubreytinga í jarðskorpunni. Heldur er hérna um að ræða jarðskjálfta vegna kvikubreytinga innan í Kötlu. Ekki er ljóst hvort að um kvikinnskot sé að ræða. Þessir jarðskjálftar þýða líklega enga breytingu á hættu á eldgosi í Kötlu á þessari stundu. Þetta á við núna, þar sem jarðskjálftavirkni er ennþá mjög lítil í Kötlu eins og stendur, ef það væri eitthvað að gerast þá væri talsvert meiri jarðskjálftavirkni í Kötlu og þá er gott að miða við þá reynslu sem fékkst af litlu eldgosi (textinn er eingöngu á ensku) sem varð í Kötlu í Júlí-2011. Það er ekki hægt að segja til það hvort að þessi djúpa jarðskjálftavirkni í Kötlu núna þýði einhverjar breytingar á næstu mánuðum varðandi virkni í Kötlu. Það verður einfaldlega bara að koma í ljós hverning það mun þróast.