Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli og Kverkfjöllum

Þar sem um er að ræða eldstöðvar á mjög svipuðu svæði þá ætla ég að skrifa bara eina grein um þessa jarðskjálftavirkni.

Öræfajökull

Ég tel víst að virknin sem er núna að koma fram í Öræfajökli er ekki tengd hreyfingum á jöklinum í Öræfajökli. Ég veit ekki hvað það komu fram margir jarðskjálftar í Öræfajökli í þetta skiptið. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,0 og næst stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,8. Þessa stundina veit ég ekki um neinar GPS mælingar fyrir Öræfajökul.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli og Kverkfjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er eftirtektarvert að núna kemur jarðskjálftavirknin fram í austanmegin í Öræfajökli. Þessi jarðskjálftavirkni er mjög áhugaverð og bendir til þess að virkni sé að aukast í Öræfajökli. Það á eftir að koma í ljós hvort að það dregur aftur úr jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Jarðskjálftavirkni í þessum hluta Íslands verður eingöngu vegna spennubreytinga og í þetta skiptið þá bendir ýmislegt til þess að hérna sé kvika að troða sér upp eldstöðina. Það eru hinsvegar líkur á því að þessi kvika muni ekki gjósa (allavegna ekki í mjög langan tíma).

Kverkfjöll

Minniháttar jarðskjálftahrina átti sér stað í Kverkfjöllum þann 23-September-2017. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,1 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,4. Þessi jarðskjálftahrina varð fyrir miðju eldstöðvarinnar. Þessi jarðskjálftahrina er fyrsta jarðskjálftahrinan síðan 2015 þegar Bárðarbunga var að valda látum í Kverkfjöllum. Síðan þessi jarðskjálftavirkni átti sér stað í dag (23-September-2017) hefur allt verið rólegt í Kverkfjöllum.

Jarðskjálfti með stærðina 3,3 í Kverkfjöllum

Í dag (17-Ágúst-2014) varð jarðskjálfti með stærðina 3,3 og 9,5 km dýpi í Kverkfjöllum. Þessi jarðskjálfti var hluti af lítilli jarðskjálftahrinu sem átti sér stað í Kverkfjöllum og tengist hugsanlega þeirri virkni sem núna á sér stað í Bárðarbungu.

140817_2155
Jarðskjálftinn í Kverkfjöllum auk jarðskjálftanna í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti fannst af ferðamönnum og skálavörðum nærri Kverkfjöllum þegar hann átti sér stað. Það er ekkert sem bendir til þess að frekari jarðskjálftavirkni muni eiga sér stað í Kverkfjöllum þó svo að mikil læti séu til staðar í Bárðarbungu eins og er. Ég reikna ekki með frekari virkni í Kverkfjöllum, þó svo að ekki sé hægt að útiloka slíkt þar sem um er að ræða virka eldstöð.

Jarðskjálftar í Þórðarhyrnu, Bárðarbungu og Kverkfjöllum

Í dag (3-Júní-2014) hefur verið mikið um smáskjálfta í Þórðarhyrnu, Bárðarbungu og Kverkfjöllum. Þessi smáskjálftavirkni er eðlileg og það er ekkert sérstakt að fara að gerast í þessum eldfjöllum sýnist mér.

140603_1615
Jarðskjálftavirknin í Vatnajökli í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þórðarhyrna

Þórðarhyrna (engar upplýsingar um eldstöðina er að finna á internetinu. Hjá GVP er eldstöðin undir Grímsvötnum) hefur verið að hafa áhugaverða jarðskjálftavirkni undanfarna daga. Þessi jarðskjálftavirkni gæti hafa verið lengur í gangi án þess að nokkur yrði hennar var. Ástæðan fyrir því að þessi jarðskjálftavirkni er áhugaverð er sú staðreynd að þarna verða ekki oft jarðskjálftar. Síðasta eldgos í Þórðarhyrnu átti sér stað árið 1902 og var í tengslum við eldgos í Grímsfjalli, þar sem oft gýs á sama tíma í Þórðarhyrnu og Grímsfjalli.

Bárðarbunga

Minniháttar jarðskjálftavirkni hefur verið í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni hefur verið á svæði þar sem kvikuinnskot átti sér stað fyrir nokkru síðan. Eins og stendur er þetta bara minniháttar jarðskjálftavirkni sem ekki er þörf á að hafa áhyggjur af.

Kverkfjöll

Minniháttar jarðskjálftavirkni hefur átt sér stað í Kverkfjöllum núna í dag. Venjulega eru ekki jarðskjálftar í Kverkfjöllum, hinsvegar hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast undanfarna mánuði og er þessi jarðskjálftavirkni í dag hluti af því ferli. Það er hinsvegar ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara að hefjast í Kverkfjöllum eins og staðan er í dag. Í dag er allt rólegt þrátt og líklegt að það verði mjög rólegt í langan tíma í viðbót í Kverkfjöllum. Síðasta eldgos í Kverkfjöllum var árið 1968 samkvæmt GVP gögnum.

Styrkir: Ef fólk kaupir af Amazon í gegnum auglýsinganar hérna þá styrkir það mína vinnu. Ég fæ 5 til 10% af hverri seldri vöru í tekjur þegar fólk kaupir í gegnum auglýsinganar hérna. Þeir sem vilja styrkja mig beint er þá eru upplýsingar um hvernig er hægt að gera það að finna hérna. Takk fyrir stuðninginn.

Jarðskjálftahrina í Kverkfjöllum

Í gær (14-Maí-2014) varð jarðskjálftahrina í Kverkfjöllum. Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil og náði enginn jarðskjálfti stærðinni 2,0 samkvæmt sjálfvirkum niðurstöðum Veðurstofu Íslands. Jarðskjálftar eru ekki algengir í Kverkfjöllum en svona jarðskjálfthrinur gerast einstakasinnum engu að síður.

140514_1935
Jarðskjálftahrinan í Kverkfjöllum er þar sem rauðu punktanir eru í austanverðum Vatnajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég hef ekki neinar vísbendingar afhverju þessi jarðskjálftahrina átti sér stað. Hugsanlega var um að ræða kvikuinnskot í Kverkfjöll eða breytingar í háhitasvæðum eldstöðvarinnar. Á meðan jarðskjálftahrinan átti sér stað varð ekki nein breyting á óróaplottum nærri Kverkfjöllum. Hægt er að skoða vefmyndavélar Kverkfjalla hérna, en þær hafa því miður ekki uppfærst síðan 1-Maí-2014. Ég er ekki að reikna með neinni breytingu í Kverkfjöllum eins og staðan er í dag.

Ný jarðskjálftahrina í Herðubreið

Þann 13-Maí-2014 og í gær (14-Maí-2014) var ný jarðskjálftahrina í Herðubreið, auk jarðskjálftahrinunnar í Herðubreiðartöglum. Þessi jarðskjálftahrina er að einhverju leiti ennþá í gangi.

140514_1935_myvatn
Jarðskjálftahrinan í Herðubreið og Herðubreiðartöglum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin á þessu svæði dettur niður á milli þess sem hún eykst á ný. Ég veit ekki afhverju þetta er svona. Í þessari jarðskjálftahrinu voru mjög fáir jarðskjálftar stærri en 2,4. Yfir 100 jarðskjálftar mældust í þessari jarðskjálftahrinu þann tíma sem toppurinn í virkninni varði. Það er ekkert sem bendir til þess að þarna muni gjósa á þessu svæði í næstu framtíð. Líklegt er að jarðskjálftahrinur muni halda áfram á þessu svæði.

Staðan í Herðubreiðartögl þann 9-Maí-2014

Hérna er stutt yfirlit yfir stöðina í Herðubreiðartögl eins og hún er þann 9-Maí-2014.

Síðasta sólarhringinn hefur dregið mjög úr jarðskjálftahrinunni í Herðubreiðartöglum, enda hafa stærstu jarðskjálftar síðasta sólarhringinn eingöngu náð stærðinni 2,0. Jarðskjálftavirkni heldur áfram þarna en er miklu minni en áður, hinsvegar virðist þessi jarðskjálftahrina ekki vera búin eins og er. Þó að þessi jarðskjálftahrina hafi núna varið í rúmlega sjö daga.

140509_1905
Jarðskjálftahrinan í Herðubreiðartögl eins og hún var í dag. Það sést á þessari mynd að jarðskjálftahrinan er mun minni í dag en í gær (8-Maí-2014) og undanfarna daga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140509_1905_tracer
Minni jarðskjálftavirkni kemur einnig vel fram í jarðskjálfta-teljaranum sem er á vef Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

ask.svd.09.05.2014.at.19.35.utc
Minni jarðskjálftavirkni kemur einnig fram á óróaplottinu. Þar sem minna kemur fram á bláu línunni (2-4Hz) þegar jarðskjálftum fækkar í Herðubreiðartöglum. Eitthvað af virkninni sem hérna sést er frá suðurlandinu og af Reykjaneshrygg vegna jarðskjálftavirkni þar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

IASK.svd.09.05.2014.19.23.utc
Minni jarðskjálftavirkni kemur einnig fram á tromluriti Veðurstofu Íslands. Eitthvað af jarðskjálftum þarna er frá Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Núverandi jarðskjálftavirkni í Herðubreiðartöglum er ekki nægjanlega stór til þess að sjást á þeim jarðskjálftamælum sem ég rek, til þess að það gerist þá þurfa jarðskjálftarnir að hafa stærðina 3,0 eða stærri, svo að þeir sjáist almennilega að minnstakosti. Hægt er að fylgjast með þeirri jarðskjálftavirkni sem kemur fram á jarðskjálftamælunum mínum hérna. Þarna sjást allir þeir jarðskjálftar sem eru nógu stórir til þess að koma almennilega fram á mínum jarðskjálftamælum. Þegar þetta er skrifað eru það jarðskjálftar yfirleitt stærri en 3,0 sem eiga sér stað núna (þegar þetta er skrifað).

Jarðskjálftahrinan í Herðubreiðartögl þann 6-Maí-2014

Hérna eru nýjustu upplýsingar um jarðskjálftahrinuna í Herðubreiðartöglum. Þessar upplýsingar geta orðið úreltar mjög fljótt ef staðan breytist í Herðubreiðartöglum skyndilega.

Síðustu 24 klukkustundir hefur dregið úr jarðskjálftavirkni í Herðubreiðartöglum. Undanfarinn sólarhring hafa því komið færri og minni jarðskjálftar, síðasta sólarhring hafa stærstu jarðskjálftar haft stærðina 2,5 til 2,9 en enginn stærri en það. Síðustu 24 klukkutíma hefur ekki orðið neinn jarðskjálfti með stærðina 3,0 eða stærri.

140506_2030
Jarðskjálftahrinan í Herðubreiðartöglum þann 6-Maí-2014. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140506_2030_tracer
Fjöldi jarðskjálfta þann 6-Maí-2014 (rauðu punktanir) eins og sjá má hefur virknin minnkað talsvert í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

askja.counter.6-may-2014
Færri jarðskjálftar koma vel fram á jarðskjálftateljaranum mínum, þar sem fækkunin sést mjög vel. Tejarinn telur jarðskjálfta á öllu Íslandi af vefsíðu Veðurstofu Íslands, en meirihluti jarðskjálfta í dag hefur átt sér stað í Herðubreiðartöglum. Þessi myndir undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

IASK.svd.06.05.2014.20.29.utc
Í dag komst ég að því að Veðurstofa Íslands er með góð tromplurit á vefsíðunni hjá sér. Hérna er eitt slíkt tromluplott af SIL stöðinni í Öskju. Hérna sést jarðskjálftavirknin í Herðubreiðartöglum mjög vel. Hægt er að skoða tromplurit Veðurstofu Íslands hérna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá mjög erfitt að segja til um það hvað er að valda þessari jarðskjálftahrinu í Herðubreiðartöglum. Það er möguleiki á því að þetta sé kvikuinnskot, en eins og stendur þá hefur það ekki verið sannað eins og stendur. Stærstu jarðskjálftarnir sem koma fram hjá í Herðubreiðartöglum koma fram á jarðskjálftamælunum mínum (ég er bara með tvo núna) og er hægt að fylgjast með þeim hérna.

Styrkir: Endilega muna að styrkja mína vinnu hérna. Annars verður Maí-2014 frekar lélegur mánuður hjá mér. Takk fyrir stuðninginn.

Nýjustu upplýsingar um jarðskjálftahrinuna í Herðubreiðartöglum

Jarðskjálftahrinan sem hófst í Herðubreiðartöglum í gær (03-Maí-2014) heldur áfram af fullum krafti. Stærsti jarðskjálftinn síðasta sólarhringinn var með stærðina 3,9. Eins og stendur hafa yfir 380 jarðskjálftar mælst síðan á miðnætti. Miðað við fjölda jarðskjálfta í dag, miðað við jarðskjálftahrinuna í gær. Þá er jarðskjálftahrinan kraftmeiri í dag heldur en í gær. Vegna þess hversu hratt aðstæður breytast þarna, þá munu upplýsingar sem koma fram hérna úreldast mjög hratt.

140504_2015
Jarðskjálftahrinan í Herðubreiðartöglum núna í dag (04-Maí-2014). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140504_2015_tracer
Fjöldi jarðskjálfta í dag í jarðskjálftahrinunni í Herðubreiðartöglum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

ask.svd.04.05.2014.20.25.utc
Hérna er óróaplott frá SIL mælinum í Öskju. Eins og hérna sést er mikil jarðskjálftahrina í gangi en það er smá stopp í jarðskjálftahrinunni áður en hún hófst aftur af meiri krafti síðustu nótt með jarðskjálftanum með stærðina 3,9. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

mko.svd.04.05.2014.19.26.utc
Jarðskjálftahrinan eins og hún kemur fram á SIL stöðinni í Mókollum. Þarna sést smá munur og í Öskju, sá munur er eingöngu vegna fjarlægðar SIL stöðvarinnar frá upptökum jarðskjálftahrinunnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

askja.counter.4-may-2014
Jarðskjálftateljarinn hjá mér í dag. Þarna sést vel að það eru fleiri jarðskjálftar að koma fram í dag heldur en í gær. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá CC leyfi síðuna fyrir frekari upplýsingar.

Ég býst við frekari jarðskjálftavirkni þarna næstu klukkutímana og næstu daga. Þar sem það eru ekki komin fram nein merki þess að þessi jarðskjálftahrina sé að fara hægja á sér. Stærstu jarðskjálftarnir koma fram á jarðskjálftamælunum mínum (stærri en 3,0) og er hægt að fylgjast með þeirri virkni á jarðskjálftamælavefsíðunni minni hérna.

Jarðskjálftahrina norðan við Herðurbreiðartögl

Í dag á miðnætti (klukkan 00:02) hófst jarðskjálftahrina norðan við Herðubreiðartaglir (upplýsingar um Öskju er að finna hérna á ensku). Þetta svæði er smá hryggur sem hefur hlaðist upp í eldgosum á nútíma (síðustu 12,000 ár). Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu átti sér stað í morgun klukkan 05:49 og var með stærðina 3,5 og dýpið var 7,6 km. Þegar þetta er skrifað hafa yfir 270 jarðskjálftar átt sér stað, þessi tala úreldist mjög fljótlega þar sem jarðskjálftavirkni er mjög mikil á þessu svæði eins og stendur en nýr jarðskjálfti á sér stað á hverri 1 til 3 mínútum þarna á meðan ég skrifa þetta.

Nálægar SIL stöðvar sýna að eins og stendur er þetta bara jarðskjálftahrina þar sem engin kvikuhreyfing hefur ekki ennþá mælst. Eins og kemur fram á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Nálægar SIL stöðvar sýna einnig að þarna á sér stað mun meiri jarðskjálftavirkni en kemur fram á vefsíðu Veðurstofu Íslands, ástæðan fyrir því að ekki mælast allir jarðskjálftar á þrem til fjórum SIL stöðvum og því getur kerfi Veðurstofu Íslands ekki staðsett jarðskjálftana. Þó svo að ekki séu nein merki um kvikuhreyfingar þá er ekki útilokað að uppruna þessarar jarðskjálftahrinu sé að finna í kvikuinnskoti á þessu svæði. Ef þarna verður eldgos, þá mun það verða af Hawaiian gerð sem þýðir hraungos.

140503_1910
Jarðskjálftahrinan norðan við Herðubreiðartögl. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140503_1910_tracer
Fjöldi jarðskjálfta í þessari jarðskjálftahrinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

ask.svd.03.05.2014.19.37.utc
Óróaplottið frá SIL stöðinni í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

mko.svd.03.05.2014.19.38.utc
Óróaplottið frá SIL stöðinni í Mókollum. Þessi stöð er fyrir sunnan Herðurbreiðartögl. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinur eru algengar á þessu svæði og hafa verið það núna talsvert lengi. Flestar af þeim jarðskjálftahrinum sem þarna hafa átt sér stað hafa verið tengdar hefðbundinni jarðskjálftavirkni í jarðskorpunni vegna flekahreyfinga. Þarna hefur ekkert eldgos orðið síðustu 1000 ár, það er ekki að sjá nein slík merki á yfirborðinu (gígar, nýleg hraun). Það er erfitt að sjá hvað gerist þarna á næstunni. Það eina sem hægt er að gera er að fylgjast með því sem þarna gerist. Stærstu jarðskjálftarnir sem þarna eiga sér stað koma fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum, hægt er að fylgjast með jarðskjálftamælinum hérna.

Styrkir:
Endilega muna að styrkja mig til þess að létta mér lífið og einfalda mér að skrifa áfram um jarðskjálfta og eldgos. Ef fólk kaupir í gegnum Amazon UK þá getur það smellt á auglýsinganar frá Amazon UK hérna og þá fæ ég 5 til 10% af því sem keypt er í tekjur af hverri sölu óháð því hvað fólk kaupir.

Jarðskjálftar í Esjufjöllum og Kverkfjöllum

Í dag (20-Desember-2013) urðu jarðskjálftar í Esjufjöllum. Þetta voru mjög fáir jarðskjálftar og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,9 og dýpið var 5,0 km. Eins og stendur hafa eingöngu tveir jarðskjálftar mælst en það er algengt með jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum að hún fari hægt af stað. Eins og stendur þá er jarðskjálftavirkni frekar lítil í Esjufjöllum. Þó er þetta meiri virkni en síðustu áratugi, það er þó erfitt að segja nákvæmlega til um það vegna þess að ekki hafa verið til góðar mælingar af þessu svæði fyrr en nýlega.

Kverkfjöll

Jarðskjálftavirknin í Kverkfjöllum heldur áfram. Í dag urðu nokkrir jarðskjálftar en enginn af þeim náði stærðinni 3,0 og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,0 og dýpið á þeim jarðskjálfta var 5,3.

131220_1910
Jarðskjálftavirknin í Esjufjöllum og Kverkfjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með frekari jarðskjálftavirkni í Kverkfjöllum á næstu klukkutímum til dögum. Ég býst við að þessi virkni verði frekar lítil og enginn jarðskjálfti muni fara yfir stærðina 3,0.