Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli og Kverkfjöllum

Þar sem um er að ræða eldstöðvar á mjög svipuðu svæði þá ætla ég að skrifa bara eina grein um þessa jarðskjálftavirkni.

Öræfajökull

Ég tel víst að virknin sem er núna að koma fram í Öræfajökli er ekki tengd hreyfingum á jöklinum í Öræfajökli. Ég veit ekki hvað það komu fram margir jarðskjálftar í Öræfajökli í þetta skiptið. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,0 og næst stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,8. Þessa stundina veit ég ekki um neinar GPS mælingar fyrir Öræfajökul.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli og Kverkfjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er eftirtektarvert að núna kemur jarðskjálftavirknin fram í austanmegin í Öræfajökli. Þessi jarðskjálftavirkni er mjög áhugaverð og bendir til þess að virkni sé að aukast í Öræfajökli. Það á eftir að koma í ljós hvort að það dregur aftur úr jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Jarðskjálftavirkni í þessum hluta Íslands verður eingöngu vegna spennubreytinga og í þetta skiptið þá bendir ýmislegt til þess að hérna sé kvika að troða sér upp eldstöðina. Það eru hinsvegar líkur á því að þessi kvika muni ekki gjósa (allavegna ekki í mjög langan tíma).

Kverkfjöll

Minniháttar jarðskjálftahrina átti sér stað í Kverkfjöllum þann 23-September-2017. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,1 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,4. Þessi jarðskjálftahrina varð fyrir miðju eldstöðvarinnar. Þessi jarðskjálftahrina er fyrsta jarðskjálftahrinan síðan 2015 þegar Bárðarbunga var að valda látum í Kverkfjöllum. Síðan þessi jarðskjálftavirkni átti sér stað í dag (23-September-2017) hefur allt verið rólegt í Kverkfjöllum.