Tveir sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Í dag (17-September-2017) klukkan 14:23 urðu tveir sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu. Stærðir þessara jarðskjálfta var 3,9. Þessir jarðskjálftar urðu á svæði í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu þar sem hefur verið jarðskjálftavirkni síðan í September-2015. Þessi jarðskjálftavirkni á sér stað vegna þenslu í Bárðarbungu.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðan í September-2015 hefur jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu verið að minnka hægt og rólega. Í dag verða jarðskjálftahrinur á 11 til 18 daga fresti eða svo. Það eru engin augljós merki um það eldgos sé yfirvofandi í Bárðarbungu.

Smá athugasemd vegna Þórðarhyrnu

Á kortinu hérna að ofan smá sjá smá jarðskjálfta í Þórðarhyrnu sem er eldstöð innan eldstöðvarkerfisins í Grímsvötnum. Í Þórðarhyrnu má sjá smá jarðskjálfta með stærðina 1,3. Síðasta eldgos í Þórðarhyrnu hófst í Desember 1902 og lauk því í þann 12 Janúar 1904. Það er ekki mikil jarðskjálftavirkni í Þórðarhyrnu og það bendir til þess að eldgos geti hafist í eldstöðinni án mikils fyrirvara eða viðvörunnar. Eldgosið á undan 1902 eldgosinu átti sér stað árið 1887 til 1889 og það bendir til þess að eldgos í Þórðarhyrnu séu almennt mjög löng og valdi talsverðu tjóni vegna þess að þessi eldstöð er alveg þakin jökli. Ég set inn þessa athugasemd vegna þess að mig grunar að stutt sé í eldgos í Þórðarhyrnu og tel líklegt að eldstöðin muni gjósa innan nokkura ára.