Í dag (17-Ágúst-2014) varð jarðskjálfti með stærðina 3,3 og 9,5 km dýpi í Kverkfjöllum. Þessi jarðskjálfti var hluti af lítilli jarðskjálftahrinu sem átti sér stað í Kverkfjöllum og tengist hugsanlega þeirri virkni sem núna á sér stað í Bárðarbungu.
Jarðskjálftinn í Kverkfjöllum auk jarðskjálftanna í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálfti fannst af ferðamönnum og skálavörðum nærri Kverkfjöllum þegar hann átti sér stað. Það er ekkert sem bendir til þess að frekari jarðskjálftavirkni muni eiga sér stað í Kverkfjöllum þó svo að mikil læti séu til staðar í Bárðarbungu eins og er. Ég reikna ekki með frekari virkni í Kverkfjöllum, þó svo að ekki sé hægt að útiloka slíkt þar sem um er að ræða virka eldstöð.