Staðan í Bárðarbungu klukkan 19:37

Hérna eru nýjustu upplýsingar um stöðu mála í Bárðarbungu. Vinsamlegast athugið að ég er eingöngu áhugamaður um jarðfræði og hérna er eingöngu um að ræða mína túlkun á þeim gögnum sem eru aðgengilegar mér. Fyrir opinberar upplýsingar um stöðu mála í Bárðarbungu skal tala við Almannavarnir eða Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu heldur áfram og sýnir engin merki þess að hún sé að hætta. Síðan á miðnætti þá hefur teljari hjá mér talið 635 jarðskjálfta í dag (klukkan 19:35). Þessi tala verður úrelt mjög fljótt vegna stöðugrar virkni í Bárðarbungu. Heildartalan fyrir jarðskjálfta sem komu fram í gær (16-Ágúst-2014) var í kringum 480 jarðskjálftar. Hægt er að sjá stærstu jarðskjálftana hérna á þeim jarðskjálftamælum sem ég er með.

140817_1840
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu. Þessi jarðarskjálftahrinur eru núna komnar í tvo hópa sem eru sunnan í Bárðarbungu og síðan í nyrðri hluta eldstöðvarinnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan hefur myndað línu sem er suð-suð-austur. Ég veit ekki hvort að þetta er vegna fjölda jarðskjálfta og sjálfvirkar staðsetningar í SIL kerfinu. Það er möguleiki á því að jarðskjálftarnir séu raunverulega að raða sér upp í þessa línu eins og sést á korti Veðurstofu Íslands.

140817_1840_trace
Jarðskjálftavirknin er mjög þétt eins og sjá má hérna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur lítið dregið úr jarðskjálftavirkninni síðasta sólarhringinn. Jarðskjálftavirknin féll aðeins niður um klukkan 12:00 en tók sig aftur upp um klukkutíma síðar. Á heildina litið þá hefur ekkert dregið úr jarðskjálftavirkninni í Bárðarbungu og eins og staða mála er núna, þá er ekkert sem bendir til þess að það muni draga úr virkninni á næstu klukkutímum.

dyn.svd.17.08.2014.at.18.49.utc
Óróinn í Bárðarbungu eins og hann kemur fram á Dyngjuhálsi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

von.svd.17.08.2014.at.18.48.utc
Óróinn í Bárðarbungu eins og hann kemur fram í Vonaskarði. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru kenningar uppi um afhverju þessi órói kemur fram í Bárðarbungu, en eins og staðan er núna þá hefur enginn af þeim verið sönnuð. Ekkert bendir til þess að eldgos hafi ennþá átt sér stað, þó er hugsanlegt að smágos hafi komið þessu öllu af stað, en það hefur ekki verið staðfest eins og er, ef slíkt eldgos átti sér stað þá er líklegt að því sé lokið núna. Það er einnig möguleiki á að virknin sé svo mikil í Bárðarbungu að þetta kemur fram sem órói á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar, slíkt gerist ekki oft en getur gerst í einstaka tilfellum. Hver ástæðan fyrir þessum óróa er, þá er ljóst að eins og er þá er það eldgos sem er ekki að valda þessum óróa eins og stendur.

Flogið hefur verið yfir Bárðarbungu og ekkert hefur sést á yfirborðinu eins og er. Vísindamenn eru núna að setja upp nýjan mælabúnað og vefmyndavélar til þess að fylgjast með Bárðarbungu til þess að sjá betur hvað er að gerast. Ég reikna ekki með því að vefmyndavélin verði aðgengileg á internetinu.