Minniháttar jarðskjálftahrina í Þórðarhyrnu

Í dag (21-Nóvember-2013) átti sér stað minniháttar jarðskjálftahrina í Þórðarhyrnu sem er eldstöð í Vatnajökli. Allir jarðskjálftanir voru mjög litlir, stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,9. Dýpi þessar jarðskjálftahrinu var frá 6,0 til 0,1 km. Líklega koma svona litlir jarðskjálftar betur fram á þessu svæði núna í dag vegna fjölgunar á SIL stöðvum á þessu svæði. Það þýðir meiri næmni og þá mælast minni jarðskjálftar að auki.

131121_2035
Jarðskjálftanir í Þórðarhyrnu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um það hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir. Eins og staðan er í dag þá er þetta of lítil jarðskjálftavirkni svo að ég geti sagt til um hvað er að gerast þarna. Verði aukning á jarðskjálftum í Þórðarhyrnu þá þýðir það væntanlega að eitthvað sé að gerast í eldstöðinni. Síðasta eldgos í Þórðarhyrnu átti sér líklega stað árið 1910 og var þá hugsanlega tengt eldgosum eða annari virkni í Grímsfjöllum. Eins og stendur er vonlaust að átta sig því hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir. Hinsvegar ef þessi jarðskjálftavirkni fer að aukast frá því sem nú er, þá er augljóslega eitthvað að gerast í eldstöðinni. Eins og stendur er líklega ekkert að gerast í Þórðarhyrnu.