Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu

Í gær (20-Nóvember-2013) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Þetta var mjög lítil jarðskjálftahrina þar sem stærsti jarðskjálftinn var eingöngu með stærðina 1,2 og mesta dýpið í þessari jarðskjálftahrinu var 26,1 km. Jarðskjálftahrinan átti sér stað frá klukkan 06:21 til klukkan 08:54.

131120_2030
Jarðskjálftahrinan í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Engin frekari jarðskjálftavirkni hefur átt sér stað í Kötlu núna í dag. Það er ekki hægt að útiloka frekari jarðskjálftavirkni í Kötlu þar sem Katla er mjög virkt eldfjall þegar það kemur að jarðskjálftum.