Jarðskjálftahrina nærri Bláfjöllum / Breinnisteinsfjöllum

Á Laugardaginn (16-Nóvember-2013) hófst jarðskjálftahrina á stað sem Veðurstofan kallar Vífilsfell og er heiti á litlum hól á þessu svæði. Í upphafi var jarðskjálftahrinan mjög lítil og fáir jarðskjálftar mældust. Í nótt og snemma morguns þá fór jarðskjálftahrinan hinsvegar að aukast og hefur virknin haldist mjög stöðug síðan þá.

131118_1525
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftanir í þessari hrinu hafa hingað til eingöngu náð stærðinni 2,9 og þeir hafa ekki fundist hingað til. Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara hefjast eða að þessir jarðskjálftar tengist kvikuhreyfingum á svæðinu. Það er ekki hægt að útiloka slíkar breytingar en það er ólíklegt að slíkt muni gerast. Eins og stendur er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi og það er vonlaust að vita hversu lengi þessi jarðskjálftahrina mun standa yfir. Stærstu jarðskjálftanir koma fram á jarðskjálftamælanetinu mínu og er hægt að skoða það hérna.