Minniháttar jarðskjálftahrina nærri Hjörleifshöfða í eldstöðvarkerfi Kötlu

Í dag (17-Nóvember-2013) klukkan 06:21 hófst minniháttar jarðskjálftahrina nærri Hjörleifshöfða á Mýrdalssandi. Þessari jarðskjálftahrinu lauk klukkan 07:09. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,8 og dýpið í kringum 18 km. Þessi jarðskjálftahrina bendir til þess að þarna hafi átt sér kvikuinnskot á dýpi. Það er þó ekki ljóst hvort að þetta táknar einhverja breytingu í hegðun Kötlu, það er ólíklegt að þetta sé undanfari frekari virkni í Kötlu.

131117_1815
Jarðskjálftavirknin nærri Hjörleifshöfða í eldstöðvarkerfi Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hjörleifshöfði sjálfur er líklega myndaður í eldgosi fyrir einhverjum þúsundum árum síðan. Þó hef ég ekki nánari upplýsingar um hann. Þó er talið að þetta hafi verið eyja áður en eldgos í Kötlu breytti því fyrir löngu síðan. Hægt er að skoða Hjörleifshöfða úr fjarlægð með Google Maps og Street View hérna.