Jarðskjálfti 15 km norðan við Kolbeinsey

Í dag (15-Nóvember-2013) klukkan 05:32 varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 rúmlega 15 km norðan við Kolbeinsey. Dýpið á þessum jarðskjálfta varð 3,9 km samkvæmt Veðurstofu Íslands. Vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu er möguleiki á því að stærð og dýpi jarðskjálftans sé ekki mjög nákvæmt.

131115_1620
Jarðskjálftinn fyrir norðan Kolbeinsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vegna fjarlægðar er erfitt að átta sig á því hvað er að gerast þarna. Hinsvegar hefur engin órói ennþá mælst frá Kolbeinsey og það er ekkert sem bendir til þess að þarna sé eldgos hafið eins og stendur. Þessi jarðskjálfti kom vel fram á jarðskjálftamælanetinu mínu, á jarðskjálftamælastöðinni í Böðvarshólum. Hægt er að skoða jarðskjálftamælavefsíðuna mína hérna.