Lítil jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum nærri Bláfjallaskála

Í gær (25-Júní 2024) klukkan 17:07 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Brennisteinsfjöllum á svæði nærri Bláfjallarskála. Nærri skíðasvæðinu sem er þarna.

Græn stjarna þar sem jarðskjálftinn varð í Brennisteinsfjöllum við Bláfjallarskála. Það eru minni punktar sem sína minni jarðskjálfta sem hafa orðið á Reykjanesskaga síðustu 48 klukkutíma.
Jarðskjálftinn í Brennisteinsfjöllum við Bláfjallarskála. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti var hluti af lítilli jarðskjálftahrinu á sama svæði. Það hefur aftur dregið úr þessari virkni á þessu svæði.

Jarðskjálftavirkni í Brennisteinsfjöllum (Bláfjöllum)

Í gær (26. Janúar 2024) og í dag (27. Janúar 2024) varð jarðskjálftavirkni í Brennisteinsfjöllum, á svæðinu við Bláfjöll. Fyrri jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,4 klukkan 22:54 þann 26. Janúar 2024 og seinni jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1 þann 27. Janúar 2024 klukkan 05:28 UTC. Það urðu síðan litlir jarðskjálftar síðar í dag en þeirri jarðskjálftavirkni er lokið þegar þessi grein er skrifuð.

Græn stjarna í Brennisteinsfjöllum á svæðinu við Bláfjöll. Það er einnig á þessu korti önnur jarðskjálftavirkni í Brennisteinsfjöllum og á Reykjanesskaga.
Græn stjarna í Brennisteinsfjöllum við Bláfjöll. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin ber þess merki að vera kvikuhreyfingar, þá sérstaklega jarðskjálftarnir með stærðina Mw2,4 og Mw3,1. Meðal þeirra hreyfinga var talsverð lóðrétt hreyfing sem kom fram í jarðskjálftunum og lágtíðnimerki í jarðskjálftanum sem gerist nær eingöngu þegar kvika býr til jarðskjálfta. Á þessum tímapunkti, þá reikna ég ekki með því að eldgos verði á næstunni í Brennisteinsfjöllum. Það er hinsvegar hugsanlegt að kvika sé farin að safnast saman í Brennisteinsfjöllum. Það mun líklega taka nokkur ár áður en eldgos verður á þessu svæði, það gæti jafnvel tekið nokkra áratugi áður en nokkurt alvarlegt gerist.

Jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum (Bláfjöllum)

Fyrr í þessari viku hófst jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum (einnig þekkt sem Bláfjöll). Jarðskjálftahrinan er í suðurhluta Brennisteinfjalla nærri Hlíðarvatni og er á vestur-austur misgengi virðist vera. Það hafa eingöngu orðið litlir jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu og stærðir jarðskjálfta hafa verið frá Mw0,0 til Mw2,3 þegar þessi grein er skrifuð. Eftir því sem liðið hefur á vikuna hefur jarðskjálftavirknin færst á eitt hringlaga svæði, miðað við núverandi jarðskjálftavirkni. Það bendir sterklega til þess að kvika sé ástæða þess að þarna sé jarðskjálftavirkni núna.

Rauðir punktar sem sýna jarðskjálfta í suðurhluta Brennisteinsfjalla, auk gulra punkta sem sýna eldri jarðskjálfta. Einnig eru rauðir punktar í Henglinum í ótengrdri jarðskjálftahrinu.
Jarðskjálftavirknin í suðurhluta Brennisteinsfjalla. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin myndar hring eins og hún sést á skjálfta-lísu Veðurstofu Íslands. Punktanir eru misjafnir að stærð eftir stærð jarðskjálftanna sem þeir sýna.
Jarðskjálftavirknin eins og hún er sýnd á vefsíðu Skjálfta-lísu á vef Veðurstofu Íslands. Skjáskot af vefsíðu Veðurstofu Íslands.
Mynd frá Google Earth, sýnir svæðið og náttúru þessa. Vestan við þar sem jarðskjálftahrinan er núna er eldra hraun og síðan virðast vera eldri gígar sem eru mjög mikið veðraðir á því svæði þar sem jarðskjálftahrinan er, sem er austan við eldra hraunið og norðan við Hlíðarvatn.
Mynd frá Google Earth sem sýnir svæðið og náttúru þess. Höfundarréttur myndar er frá Google Earth (Google/Alphabet).

Þegar þessi grein er skrifuð. Þá er jarðskjálftahrinan of lítil til þess að koma af stað eldgosi. Þar sem jarðskorpan er köld og því getur kvikan ekki farið um einfaldlega innan jarðskorpunnar. Dýpi jarðskjálftahrinunnar er núna í kringum 5 til 7 km þegar þessi grein er skrifuð og hefur lítið breyst yfir vikuna. Það sem ekki sést ennþá á vefsíðunni Skjálfta-lísu. Þá er möguleiki á því að jarðskjálftahrinan hafi farið að færast aðeins austar frá því sem var þegar þessi jarðskjálftavirkni hófst. Það er möguleiki á því að þessi jarðskjálftavirkni stöðvist, eitthvað sem gerist oft þegar nýtt eldgosatímabil er að hefjast í eldstöðvum.

Jarðskjálftahrina í Reykjanestá og djúp jarðskjálftavirkni í Brennisteinsfjöllum

Í dag (10-Desember-2020) klukkan 00:08 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 í eldstöðinni Reykjanes. Þessi jarðskjálfti fannst á nálægum svæðum. Síðan þessi jarðskjálfti varð hefur verið minniháttar jarðskjálftahrina við Reykjanestá.


Græna stjarnan sýnir það svæði þar sem jarðskjálftinn með stærðina Mw3,5 varð. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Brennisteinsfjöll

Í dag (10-Desember-2020) kom fram djúp jarðskjálftavirkni af smáskjálftum í Brennisteinsfjöllum. Dýpi þessara jarðskjálfta var frá 5 km til 12 km rúmlega. Ég veit ekki ennþá hvort að hérna er kvika á ferðinni eða ekki í Brennisteinsfjöllum.


Jarðskjálftavirknin í Brennisteinsfjöllum eru appelsínugulir punktar austan við Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með að það verði meiri jarðskjálftavirkni í Brennisteinsfjöllum á næstu vikum til mánuðum. Það mun taka einhverjar vikur til mánuði að sjá hvort að þarna sé eitthvað að gerast.

Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga – Bláfjöllum

Í dag, 24-Nóvember-2018 hófst jarðskjálftahrina í Bláfjöllum. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,3 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,9. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirkni í Bláfjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn fannst í Reykjavík og nágrenni samkvæmt fréttum. Jarðskjálftahrinan virðist ennþá vera í gangi.

Jarðskjálftahrina nærri Bláfjöllum / Breinnisteinsfjöllum

Á Laugardaginn (16-Nóvember-2013) hófst jarðskjálftahrina á stað sem Veðurstofan kallar Vífilsfell og er heiti á litlum hól á þessu svæði. Í upphafi var jarðskjálftahrinan mjög lítil og fáir jarðskjálftar mældust. Í nótt og snemma morguns þá fór jarðskjálftahrinan hinsvegar að aukast og hefur virknin haldist mjög stöðug síðan þá.

131118_1525
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftanir í þessari hrinu hafa hingað til eingöngu náð stærðinni 2,9 og þeir hafa ekki fundist hingað til. Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara hefjast eða að þessir jarðskjálftar tengist kvikuhreyfingum á svæðinu. Það er ekki hægt að útiloka slíkar breytingar en það er ólíklegt að slíkt muni gerast. Eins og stendur er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi og það er vonlaust að vita hversu lengi þessi jarðskjálftahrina mun standa yfir. Stærstu jarðskjálftanir koma fram á jarðskjálftamælanetinu mínu og er hægt að skoða það hérna.