Jarðskjálftavirkni í Brennisteinsfjöllum (Bláfjöllum)

Í gær (26. Janúar 2024) og í dag (27. Janúar 2024) varð jarðskjálftavirkni í Brennisteinsfjöllum, á svæðinu við Bláfjöll. Fyrri jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,4 klukkan 22:54 þann 26. Janúar 2024 og seinni jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1 þann 27. Janúar 2024 klukkan 05:28 UTC. Það urðu síðan litlir jarðskjálftar síðar í dag en þeirri jarðskjálftavirkni er lokið þegar þessi grein er skrifuð.

Græn stjarna í Brennisteinsfjöllum á svæðinu við Bláfjöll. Það er einnig á þessu korti önnur jarðskjálftavirkni í Brennisteinsfjöllum og á Reykjanesskaga.
Græn stjarna í Brennisteinsfjöllum við Bláfjöll. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin ber þess merki að vera kvikuhreyfingar, þá sérstaklega jarðskjálftarnir með stærðina Mw2,4 og Mw3,1. Meðal þeirra hreyfinga var talsverð lóðrétt hreyfing sem kom fram í jarðskjálftunum og lágtíðnimerki í jarðskjálftanum sem gerist nær eingöngu þegar kvika býr til jarðskjálfta. Á þessum tímapunkti, þá reikna ég ekki með því að eldgos verði á næstunni í Brennisteinsfjöllum. Það er hinsvegar hugsanlegt að kvika sé farin að safnast saman í Brennisteinsfjöllum. Það mun líklega taka nokkur ár áður en eldgos verður á þessu svæði, það gæti jafnvel tekið nokkra áratugi áður en nokkurt alvarlegt gerist.