Eldgos hafið við Sundhnúkagíga klukkan 06:02 þann 8. Febrúar 2024

Í morgun klukkan 06:02, þann 8. Febrúar 2024. Þá hófst eldgos við Sundhnúkagíga. Þetta er mjög nálægt því svæði þar sem eldgos varð þann 18. Desember 2023. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er gossprungan um 3 km löng, miðað við það sem sést á vefmyndavélum.

Þetta eldgos er á hentugum stað, það er á svæði sem er ekkert rosalega nálægt innviðum eða Grindavík eins og þetta er núna. Það gæti breyst ef gossprungan lengist til suðurs. Þetta eldgos hófst með mjög litlum fyrirvara samkvæmt Rúv eða réttum 30 mínútum frá því að jarðskjálftahrinan hófst og þangað til að eldgos hófst. Í eldgosinu þann 18. Desember 2023, þá tók þetta um 60 mínútur.

Eldgosið við Sundhnúkagíga á vefmyndavél Rúv sem heitir Þorbjörn - 2.
Eldgosið eins og það sást á vefmyndavél Rúv, Þorbjörn – 2 klukkan 07:44 í morgun. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Rúv ohf.
Rauðir punktar og græn stjarna eftir öllum sigdalnum og kvikuganginum.
Jarðskjálftavirknin eftir öllum sigdalnum og kvikuganginum. Þetta nær alveg niður til Grindavíkur. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin frá miðnætti um miðnætti til klukkan 18:00 á miðvikudeginum. Síðan kemur snögg aukning á jarðskjálftum rétt áður en eldgos hefst þann 06:00 á fimmtudaginn 8. Febrúar 2024.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga síðustu 48 klukkutímana. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég mun skrifa nýja grein síðar í dag þegar ég hef meiri upplýsingar um stöðu mála og hvað er að gerast.