Jarðskjálftahrina í Reykjanestá og djúp jarðskjálftavirkni í Brennisteinsfjöllum

Í dag (10-Desember-2020) klukkan 00:08 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 í eldstöðinni Reykjanes. Þessi jarðskjálfti fannst á nálægum svæðum. Síðan þessi jarðskjálfti varð hefur verið minniháttar jarðskjálftahrina við Reykjanestá.


Græna stjarnan sýnir það svæði þar sem jarðskjálftinn með stærðina Mw3,5 varð. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Brennisteinsfjöll

Í dag (10-Desember-2020) kom fram djúp jarðskjálftavirkni af smáskjálftum í Brennisteinsfjöllum. Dýpi þessara jarðskjálfta var frá 5 km til 12 km rúmlega. Ég veit ekki ennþá hvort að hérna er kvika á ferðinni eða ekki í Brennisteinsfjöllum.


Jarðskjálftavirknin í Brennisteinsfjöllum eru appelsínugulir punktar austan við Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með að það verði meiri jarðskjálftavirkni í Brennisteinsfjöllum á næstu vikum til mánuðum. Það mun taka einhverjar vikur til mánuði að sjá hvort að þarna sé eitthvað að gerast.