Jarðskjálftahrina í Tungafellsjökli

Það er áhugaverð jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli, sem er eldstöð rétt fyrir utan Vatnajökul. Ástæða þessar jarðskjálfahrinu virðist vera kvikuinnskot inn í eldstöðina á frekar miklu dýpi. Stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina 2,3 og með dýpið 0,5 km, mesta dýpi sem mælst hefur í dag var 17,5 km. Sú jarðskjálftavirkni sem er núna að eiga sér stað í Tungnafellsjökli kemur ekki vel fram á jarðskjálftakortum Veðurstofu Íslands. Ég veit ekki afhverju minni jarðskjálftar sjást ekki á kortum Veðurstofunnar, hinsvegar koma þeir fram á óróaplotti sem er nærri Tungnafellsjökli. Sú jarðskjálftavirkni sem núna er í Tungnafellsjökli hófst árið 2012, þangað til hefur ekki verið mikið um jarðskjálfta í eldstöðinni. Talsverð jarðskjálftavirkni var í Tungnafellsjökli í tengslum við eldgosið í Gjálp árið 1996 [kort frá Viku 41 árið 1996]. Núverandi jarðskjálftavirkni byggir ekki á neinum slíkum atburðum.

131124_0315
Jarðskjálftahrinan í Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

skr.svd.24-November-2013.svd.03.38.utc
Óróagraf á Skrokköldu sem sýnir smáskjálfta eiga sér stað í Tungnafellsjökli (líklega). Þessi virkni nær yfir síðustu klukkutíma. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki ennþá almennilega hvað er að gerast í Tungnafellsjökli, en gögn benda til þess að kvika sé líklegt sé að kvikuinnskot séu að eiga sér stað í Tungnafellsjökli. Engin eldgos hafa átt sér stað í Tungnafellsjökli síðan land byggðist (engin söguleg heimild skráð). Það er því næstum því vonlaust að segja til um það hvernig eldstöðin mun haga sér ef þarna hefst eldgos. Ef eldgos mundi eiga sér stað þá mundi það líklega verða hraungos, og það er byggt á eldgosum sem áttu sér stað eftir að síðasta jökulskeiði lauk á Íslandi. Sú jarðskjálftavirkni sem á sér stað núna í Tungnafellsjökli gæti hætt eins og gerðist árið 2012 og einnig fyrr á þessu ári (2013). Jarðskjálftavirkni á meira en 15 km dýpi hófst árið 2012 og hefur haldið áfram síðan, þó langt sé á milli jarðskjálftahrina í eldstöðinni.