Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes (út í sjó)

Aðfaranótt 4. Maí 2023 varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes. Þetta var ekki mjög stór jarðskjálftahrina og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,4. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.

Jarðskjálftahrinan er í neðri vestari hluta kortsins frá Veðurstofu Íslands. Þar er einnig græn stjarna ásamt þeim punktum sem sýna minni jarðskjálfta. Það eru einnig nokkrir punktar í öðrum eldstöðvum sem sýnir minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni í Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að þarna hafi orðið kvikuinnskot í eldstöðinni Reykjanes án þess að það hafi komið af stað eldgosi. Það hafa orðið nokkuð mörg kvikuinnskot í eldstöðinni Reykjanes án þess að það hafi komið af stað eldgosi. Það er mjög líklega það sem mun gerast núna.