Aðfaranótt 4. Maí 2023 varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes. Þetta var ekki mjög stór jarðskjálftahrina og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,4. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.
Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að þarna hafi orðið kvikuinnskot í eldstöðinni Reykjanes án þess að það hafi komið af stað eldgosi. Það hafa orðið nokkuð mörg kvikuinnskot í eldstöðinni Reykjanes án þess að það hafi komið af stað eldgosi. Það er mjög líklega það sem mun gerast núna.