Þessi grein er stutt þar sem upplýsingar hérna geta orðið úreltar án fyrirvara. Þessi grein er skrifuð þann 29. Nóvember klukkan 00:11.
Það hefur verið lítil jarðskjálftavirkni síðustu daga við Grindavík. Það hafa komið fram jarðskjálftahrinur við Sundhnúka og Sundhnúkagíga sem bendir til þess að aukið magn af kviku sé að reyna að troða sér þar upp en hefur ekki alveg nægan þrýsting til þess að ná því. Ég veit ekki hversu mikið innflæði af kviku er núna við Sundhnúka og Sundhnúkagíga.
Daglegar upplýsingar
- Kvika flæðir ennþá inn í kvikuganginn. Ég veit ekki hversu mikið innflæðið er í dag.
- Eldgos getur hafist án viðvörunnar við Sundhnúka og Sundhnúkagíga.
- Nýjar sprungur halda áfram að myndast í Grindavík, ásamt holum í jarðveginum sem skapar ýmis vandamál.
- Þensla í Svartsengi er í kringum 10mm/á dag og jafnvel upp í 40mm/á dag. Núna hefur þenslan minnkað niður í 10mm/á dag en það gæti breyst án viðvörunnar.
- Toppurinn á Keili hefur færst til samkvæmt fréttum. Ég veit ekki hversu mikil þessi færsla er.
- Björg á stærð við húsbíla hafa oltið úr fjöllum samkvæmt fréttum.
- Sprungur eru að myndast á stóru svæði á Reykjanesskaga í nágrenni við Grindavík. Það skapar hættu fyrir fólk sem ætlar sér að ferðast á þessu svæði vegna þessar nýju sprungna.
Atburðunum í Grindavík er ekki lokið. Þeir eru ennþá í gangi en það er þessi pása í gangi núna sem ég veit ekki afhverju er að eiga sér stað. Svona rólegheita tímabil milli atburða virðist vera eitthvað sem eldstöðvarkerfið Reykjanes gerir og ég veit ekki afhverju svo er en þetta er raunveruleikinn í dag.