Minniháttar jarðskjálftahrina í Henglinum (Raufarhólshelli)

Í dag (02-Maí-2018) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Henglinum nærri Raufarhólshelli. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,9 (klukkan 03:46), aðrir jarðskjálftar sem komu í kjölfarið voru minni að stærð en það komu fram tveir jarðskjálftar sem náðu stærðinni 1,0 í þessari jarðskjálftahrinu. Flestir jarðskjálftarnir voru með stærðina 0,3.


Jarðskjálftahrinan í Henglinum nærri Raufarhólshelli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þarna varð kröftug jarðskjálftahrina á tímabilinu 1995 til 1998 (ég hef ekki eldri gögn) og það er hugsanlegt að þarna hafi átt sér kvikuinnskot á þeim tíma. Hægt er að skoða gömul gögn veðurstofunnar frá 1995 til dagsins í dag hérna. Síðan suðurlandsjarðskjáfltanir áttu sér stað árið 2000. Ég býst við því að þetta svæði verði ennþá frekar rólegt fyrir utan þessa smá jarðskjálftavirkni sem stundum kemur fram þarna eins og átti sér stað þarna í dag.

Grein uppfærð klukkan 23:54. Minniháttar textabreytingar.