Á Sunnudaginn (29. Desember 2024) og í gær (30. Desember 2024) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes, nærri Eldey. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,2 og Mw3,6. Yfir 200 jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu síðan þegar þessi grein er skrifuð. Það er möguleiki á því að þessi jarðskjálftavirkni sé ennþá í gangi. Þar sem þessi jarðskjálftavirkni kemur í bylgjum, með hléum á milli.
Það er óljóst hvað er að gerast þarna en þessi jarðskjálftavirkni bendir sterklega til þess að þarna sé kvika á ferðinni. Miðað við staðsetningu jarðskjálftanna, þar sem þeir voru takmarkaðir við frekar þröngt svæði. Hinsvegar eru engin merki þess að þarna sé að hefjast eldgos núna. Það eru mjög takmörkuð GPS gögn á þessu svæði, þar sem hluti af eldstöðinni er úti í sjó.