Jarðskjálftahrina úti á Reykjaneshrygg

Í dag (9. Desember 2023) milli klukkan 05:55 til 06:44 varð jarðskjálftahrina langt úti á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina er talsvert frá ströndinni og því mældust minni jarðskjálftar ekki á jarðskjálftamæla Veðurstofunnar. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,8.

Græn stjarna langt úti í sjó á Reykjaneshrygg. Auk þess sem er það eru nokkrir gulir punktar þarna djúpt í sjó á þessu korti frá Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg sem er úti í sjó. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvort að þetta sé eldstöðin Eldeyjarboði eða önnur ónefnd eldstöð sem er þarna. Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið.