Í dag (9. Desember 2023) klukkan 11:09 til 12:19 varð jarðskjálftahrina austan af Grímsey. Þetta var lítil jarðskjálftahrina og stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,0.
Það verða oft jarðskjálftahrinur á þessu svæði á Tjörnesbrotabeltinu. Stórar jarðskjálftahrinur verða þarna á nokkura ára fresti. Tíminn á milli svona stórra jarðskjálftahrina er misjafn. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að það sé tilfellið núna.