Staðan í Grindavík þann 8. Desember 2023

Hérna er staðan í Grindavík eftir því sem ég best veit hvernig hún er. Þetta er stutt grein og upplýsingar hérna gætu orðið úreltar með skömmum fyrirvara og án viðvörunnar.

Ég biðst afsökunar á því hversu seint þessi grein er hjá mér. Ég er að setja upp nýja tölvu og það hefur verið smá vandamál, þar sem ég set tölvurnar mínar saman sjálfur. Frekar en að kaupa tölvu sem er sett saman fyrir mig.

Yfirlit yfir stöðuna í Grindavík

Innflæði kviku inn í kvikuganginn virðist hafa stöðvast fyrir einum eða tveimur dögum síðan. Það þýðir að kvikugangurinn er farinn að kólna niður, þar sem það er ekkert innflæði af nýrri kviku til þess að viðhalda hita í kvikuganginum. Það mun taka kvikuganginn á sumum svæðum mörg ár að kólna alveg niður og á sumum svæðum, jafnvel áratugi. Þetta þýðir einnig að sigdalurinn hefur að mestu leiti hætt að færast til á sumum svæðum. Það er óstöðugleiki í jarðskorpunni við Grindavík og nágrenni og þessi óstöðugleiki mun jafnvel vara í mörg ár, jafnvel áratugi eftir að eldgos hætta á þessu svæði eftir nokkur hundruð ár.

Þenslan hefur núna náð næstum því sömu hæð og var þann 10. Nóvember en það vantaði aðeins um 50mm þangað til að sömu stöðu var náð. Þenslan í Svartsengi virðist einnig vera að búa til sprungur þar en fréttir voru óljósar á því hvar þessar sprungur voru á þessu svæði. Svæðið í kringum Svartsengi, Grindavík og nágrenni er ennþá hættusvæði samkvæmt mati Veðurstofu Íslands.

Myndin sýnir svæðið í kringum Grindavík og síðan sprungur í Grindavík. Svæðin eru, Svæði 1 þar sem er sprungumyndun sem er Svartsengi, síðan svæði tvö sem er nyrst við kvikuganginn, svæði þrjú sem er hættulegast og er norðan af Grindavík. Svæði fjögur sem er Grindavík og þar er hætta á sprungumyndun og sprunguhreyfingum.
Hættusvæðin í kringum Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er hægt að ná í þessa mynd af fullri stærð hérna á vef Veðurstofu Íslands.

Þetta er ekki búið og það er ekki hægt að vita hvenær næsta atburðarrás hefst í Svartsengi. Það verður lítil eða engin viðvörun þegar næsta atburðarrás hefst samkvæmt Veðurstofunni. Það verður að mestu leiti aðeins tveggja tíma viðvörun áður en eldgos hefst þarna en hugsanlega verður einnig styttri tími. Það þýðir að vera í Grindavík í lengri tíma er mjög hættulegt.

Þetta er síðasta uppfærslan hjá mér um stöðuna í Grindavík þangað til að eitthvað gerist.