Þetta er stutt grein og upplýsingar hérna gætu orðið úreltar án mikils fyrirvara.
Það hefur ekki mikið verið að gerast síðustu daga. Hérna er yfirlit yfir síðustu daga.
- Það er áfram þensla í Svartsengi. Á GPS upplýsingum sem ná yfir 90 daga þá hefur þenslan náð núllpunkti á síðustu dögum, það er, þenslan er kominn á sama stað og hún var þann 25. Október 2023. Þenslan þar samt að aukast um 100mm í viðbót svo að hún nái sömu hæð og var þann 10. Nóvember og sillan brotnaði og kvikuhlaup hófst. Það er hinsvegar mikilvægt að GPS gögn frá Janúar 2020 sýnir að sigið þann 10. Nóvember var um 140mm fyrir neðan upphafspunkinn í Janúar 2020 á GPS gögnunum.
- GPS gögnin frá Janúar 2020 sýnir að þenslan í Svartsengi er í kringum 230 til 250mm frá Janúar 2020. Það er hægt að skoða þessi GPS gögn hérna (þetta er ekki https tengill, það þarf að bæta við undanþágu í Google Chrome eða nota Mozilla Firefox). Það er mikið um GPS gögn á þessari síðu og því tekur tíma að finna rétt gögn. Það er talsvert um GPS gögn sem ná yfir 12 tíma.
- Þenslan í Svartsengi þarf hugsanlega að ná sömu stöðu og var þann 10. Nóvember áður en sillan brotnar á ný og nýtt kvikuhlaup hefst. Kvikuhlaupið þann 10. Nóvember virðist hafa breytt aðstæðum í Svartsengi, þannig að ekki er hægt að vera viss hvað gerist næst.
- Sigdalurinn, eftir því sem ég sé best, heldur áfram að breytast með því að síga og rísa á víxl. Þetta býr til áframhaldandi tjón í Grindavík á húsum og innviðum þar.
- Það eru færri fréttir um það hvað er að gerast á svæðinu. Það þýðir að ég hef minni upplýsingar um það hvað er að gerast á svæðinu.
Næsta uppfærsla ætti að verða þann 8. Desember nema ef eitthvað gerist í Svartsengi.