Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Fremrinámar

Í dag (30. Mars 2023) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Fremrinámar. Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé jarðskjáhrinu í þessari eldstöð og ég hef verið að fylgjast með jarðskjálftavirkni á Íslandi í næstum því þrjátíu ár. Jarðskjálftarnir í þessari þessari jarðskjálftahrinu voru litlir, stærðir voru frá Mw0,1 til Mw1,0. Dýpi jarðskjálftanna var frá 5,9 km til 9,1 km.

Fremrinámar eldstöðin er staðsett sunnan við Kröflu, við Mývatn. Þar fyrir norðan er einnig eldstöð sem heitir Heiðarsporðar en sést ekki á korti Veðurstofunnar. Þarna eru nokkrir appelsínugulir punktar sem sýna litlu jarðskjálftana sem þarna urðu.
Jarðskjálftavirkni í Fremrinámar eldstöðinni, sem er sunnan við eldstöðin Kröfu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos í eldstöðinni Fremrinámar var fyrir um 3200 árum síðan (1200 BCE samkvæmt Global Volcanism Program). Það er önnur og mjög líklega nýlega uppgötvuð eldstöð norðan við Fremrinámar eldstöðina sem heitir Heiðarsporðar. Þar gaus síðan fyrir um 2200 árum síðan. Þessi jarðskjálftavirkni virðist ekki vera í þeirri eldstöð, þessi eldstöð sést ekki á korti Veðurstofu Íslands sem er ekki með nýjustu upplýsingar sýndar. Þessar eldstöðvar koma fram á vefsíðunni Íslensk eldfjallavefsjá. Ég skrifaði þessa grein og nefni þessar eldstöðvar aðeins núna, þar sem ég er að sjá jarðskjálftavirkni þarna í fyrsta skipti.